Fara í efni

NPA notendur skiptast á því að sjá um snapp NPA miðstöðvarinnar

NPA notendur skiptast á því að sjá um snapp NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðin vill vekja athygli á því að næstu daga og fram til 7. maí, munu NPA notendur skiptast á því að sjá um snapp NPA miðstöðvarinnar (npamidstodin).

Þetta eru allt einstaklingar sem nota notendastýrða persónulega aðstoð og snöppin ættu að gefa góða innsýn í hversu mikilvæg notendastýrð persónuleg aðstoð sé til að þessir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu lífi.

Hallgrímur Eymundsson tölvunarfræðingur, sá um snappið í gær og mun halda því áfram í dag en hann heldur heim á leið frá Tælandi í dag. Meðfylgjandi myndir eru frá snappi Hallgríms í gær.

Frumvarp velferðarráðherra um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, þar sem m.a. er kveðið á um lögfestingu NPA (grein 11) var lagt fyrir Alþingi í byrjun apríl 2017. Frumvarpið verður til meðferðar á Alþingi á næstunni.

http://www.althingi.is/altext/146/s/0571.html