Nú styttist óðum í „Who Wants To Live Forever“ heilsuráðstefnuna sem haldin verður í Háskólabíói föstudaginn 8. september nk
Skráning hefst kl. 9:30 en fyrsta erindi hefst stundvíslega kl. 10 og ráðstefnunni líkur síðan á pallborðsumræðum kl. 15:30.
Munu sérfræðingar úr ýmsum áttum fjalla um það hvernig mismunandi lífsstílsþættir hjálpa manneskjunni að viðhalda heilsunni, alla ævi.
Meðal þess sem verður fjallað um á ráðstefnunni:
- Hvenær átt þú að borða til að léttast hraðar, bæta efnaskiptin og efla heilsuna?
- Getur þú hámarkað vöðvastyrk þinn með einni 12 mín æfingu á viku?
- Hvernig nærð þú hámarksárangri án þess að það komi niður á heilsunni?
- Hvernig hefur lífsstíll áhrif á sjúkdóma?
- Hvernig átt þú að halda frumunum ungum?
- Geta nautgripir bjargað jörðinni?
Auk þessara fræðandi erinda sem flutt eru af virtum læknum, næringarfræðingum, vísindamönnum og öðrum sérfæðingum úr ýmsum áttu munu SÍBS og Hjartaheill bjóða gestum upp á ókeypis heilsufarsskoðanir í hléum. Sidekick mun kynna magnað heilsuapp sem sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki nota til heilsueflingar, læknar munu gefa gestum kost á að spyrja þá spjörunum úr um allt sem viðkemur heilsu og lífsstíl og Lauf mun kynna fyrsta íslenska hjólið sem fer í fjöldaframleiðslu, Lauf True Grit, sem er þegar farið að tala um sem eitt besta hjólið í sinum flokki (gravel) í heiminum í dag.
Nánari upplýsingar og skráning á www.liveforever.is