Nýárs áskorun, vertu sykurlaus með okkur
Gleðilegt Nýtt ár!
Það er eitthvað svo merkilegt við janúar og nýja árið, allt er svo ferskt og vonin fyllir marga um nýja tíma framundan.
Í staðinn fyrir langan lista af nýársheitum sem við oft endum á að klára ekki, er mun gerlegra að skrifa eina setningu sem talar út frá því hvernig þú vilt að 2015 verði.
Ég og við hjá Lifðu til fulls höfum stóra hluti í hyggju fyrir 2015 og á árinu viljum við vekja sérstaka athygli á sykurneyslu Íslendinga og heimsins og taka skref í að styðja fólk í átt að betri heilsu. Enda sýna nýlegar tölur að sykurneysla heimsins er að slá öll met í dag og núna 2015 er hún orðin jafn mikil og á við þyngd 85 milljónir bíla.
Það er bilun!
Svo ef stefna þín fyrir 2015 er eitthvað í líkingu við að léttast, auka orkuna og bæta þol og kraft, þá er nauðsynlegt að taka fyrsta skrefið í rétta átt og taka sykurinn út.
Við viljum hjálpa, núna í janúar ætlum við að byrja strax á að taka sykurinn út með okkar ókeypis sykurlausu áskorun!
Í þetta sinn höfum við sykurlausu áskorunina með áherslu á nýja árið og gerum það á flottari hátt en áður. Við viljum endileg hafa þig með okkur, og já þátttaka er ókeypis með skráningu hér.
Hvað sykur gerir í líkamanum og hvernig þú getur tekið hann út
Frúktósi er brotin niður í lifur. Lifrin eru eina líffærið sem brýtur niður frúktósa en hvítur sykur inniheldur hátt hlutfall af honum, eða um 50%. Ef við neytum of mikið af frúktósa ræður lifrin ekki við að vinna úr öllu magninu og neyðist til þess að breyta honum í fitu.
Til að fyrirbyggja allan misskilning er vert að taka fram að ávextir, í sínu eðlilegu formi hafa ekki skaðleg áhrif á heilsu okkar eins og viðbættur frúktósi frá sykri.
Sykur hefur ekki bara áhrif á fitumyndun heldur getur hann einnig ollið hjartasjúkdómum, sykursýki 2 og krabbameini með langtíma neyslu.
Okkar nálgun í að taka út sykurinn á nýju ári.
1. Hreinsa sykurinn fyllilega úr líkamanum
Margir sérfræðingar í dag þ.a.m Dr Libby Weaver PhD og Dr. Robert Lustig telja að við ættum að nálgast sykur eins og tóbak eða önnur hættuleg efni. Sykur er ávanabindandi og er að meðaltali 2-3 vikur að hreinsast burt úr líkamanum. Þess vegna er sykurlausa áskorunin nú í 21 dag.
2. Taka út sykur
Viðbættur sykur orsakar fitumyndum, hefur skaðleg áhrif á okkar heilsu og er sá sem við viljum forðast eða sneiða framhjá eftir fremsta megni. Í sykurlausri áskorun tökum við út viðbættan sykur og í stað neytum við nærandi og holla fæðu sem er náttúrulega sæt og inniheldur góða trefjar. Alltaf mælum við með að taka sykur út á þínum hraða og liggur ákvörðunin hjá þér hvort þú viljir taka hann alveg út eða að hluta. Við viljum styðja þig með einni sykurlausri uppskrift á dag, það geta flestir.
3. Bæta við nauðsynlegum næringarefnum og steinefnum
Skortur á ákveðnum vítamínum og steinefnum eins og magnesíum og zinc geta orsakað löngun í sykur. Í sykurlausri áskorun er lögð áhersla á að bæta við fæðu sem er rík af þessum nauðsynlegum vítamínum og steinefnum og þannig slá náttúrulega á sykurlöngun.
4. Gerðu sykurleysið gómsætt
Eitt af mikilvægu hlutunum sem þarf að hafa í huga þegar breyta á um lífsstíl er að maturinn bragðist vel. Því það heldur engin út leiðingjarnt mataræði. Það að sykurleysið geti bragðast ómótstæðilega er áhersla hjá okkur í sykurlausri áskorun svo þú viljir virkilega halda því áfram eins og sést hér með skilaboðum frá Lovísu.
,,Finnst maturinn þinn alveg hreint snilldarlega og syndsamlega góður.”
- Lovísa Vattnes
Við myndum ELSKA að hafa þig með í þetta sinn í sykurlausu áskoruninni og taka með henni fyrsta skrefið í átt að betri heilsu, einni sykurlausri uppskrift í einu.
Farðu hér til að tryggja þér ókeypis þátttöku og við sendum þér vikulegan innkaupalista, 1 nýja uppskrift fyrir hvern dag vikunnar og hollráð.
Komum þér af stað í nýja árið, sykurlaus og sáttari.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
og Lifðu til fulls teymið