Nýr NÝTTU KRAFTINN hópur fer af stað þriðjudaginn 12. nóvember
Fyrir alla þá sem leita sér að nýjum tækifærum, eru í atvinnuleit eða vilja finna tíma sínum nýjan farveg. Ert þú í þeim sporum?
Ekki missa af þessu tækifæri!
Þekkir þú einhvern sem er í þeim sporum og þarf á hvatningu og stuðningi að halda?
Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag ferlisins og skráning er í gangi á www.nyttukraftinn.is
Nýttu kraftinn ferlið spannar um 8 vikur og eru samverur með stjórnendum samtals 4 yfir það tímabil og alltaf frá kl. 10-15. Í upphafi hittist hópurinn tvo daga í röð sem þýðir að næsti hópur hittist 12. og 13. nóvember. Þriðja samvera er 3-4 vikur síðar og síðasta samveran undir lok ferlisins.
Þess á milli vinnur hver og einn í sínum málum auk þess sem hópurinn hittist aukalega c.a. 1 sinni í viku í u.þ.b. 2 tíma í senn til að vinna saman verkefni og æfingar.
VMST, stéttarfélög, VIRK starfsendurhæfing, félagsþjónustur sveitarfélaga hafa stutt fólk til þátttöku í Nýttu kraftinn eigi viðkomandi til þess réttindi.
Ekki missa af næsta hópi, skráðu þig strax!