NÝTT Á HEILSUTORG.is
Það er okkur ánægja að kynna Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfun sem hefur hafið samstarf við okkur hér hjá Heilstorgi. Þær munu því senda inn greinar, hollráð og uppskriftir inn á Lífsstíll - Lifðu til fulls og fleiri staði hér á síðunni.
Júlía Magnúsdóttir, næringar- og lífsstílsráðgjafi er stofandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfun. Þau hjálpa konum og körlum að ná árangri í markmiðum sínum til framtíðar, ná skýrleika í fæðuvali, komast yfir orkuleysið og öðlast náttúrulegt þyngdartap svo hægt sé að byggjas upp lífsstíl í jafnvægi og sátt í eigin skinni.
Ásamt Júlíu Magnúsdóttur starfa hjá Lifðu til Fulls Sara Barðdal heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi ásamt tækni- og vefsíðustjóra þar sem meirihluti þjálfunar hjá Lifðu til fulls fer fram í fjarþjálfun gætir hann þess að aðgangur sé einfaldur og auðveldur.
Við spurðum Júlíu um starfsemina og jafnframt hvað varð til þess að hún stofnaði "Lifðu til fulls".
Júlía segir heilsuna hafa farið að skipta sig máli þegar hún fór að nálgast tvítugt en fram að því hafði hún glímt við ýmsa heilsukvilla, “þá hafði ég lært að lifa með iðrabólgu og ýmsa liðverki". "Þrátt fyrir að ég hafi hreyft mig að jafnaði sex sinnum í viku var ég í stöðugri baráttu við aukakílóin og ég var yfirleitt orkulaus. "Ég reyndi hvað ég gat að borða fæðu sem ég taldi vera holla,“ útskýrir Júlía sem kveðst ekki hafa vitað nákvæmlega hvað hún ætti og borða og hvað ekki. „Ég glímdi einnig við mikla sykurlöngun um helgar og elskaði allt brauðmeti.“
Júlía ákvað því að byrja að lesa sér til um heilsu og mismundandi fæði. „Ég prófaði allt sem ég lærði á sjálfri mér því ég trúi því að þekking án reynslu sé lítils virði. Ég fékk fljótt brennandi áhuga á flestu sem tengist heilsu og ákvað því að mennta mig á þessu sviði. Í dag hef ég mikla löngun til að deila þekkingu minni og láta gott af mér leiða,“ segir Júlía sem í dag glímir ekki við neinn þeirra kvilla sem hrjáðu hana áður fyrr.
Lífsstíllsbreyting varð að starfsframa
Júlía segist hafa byrjað Lifðu til Fulls með þá sýn í huga að bæta lífsgæði og gleði kvenna svo þær gætu hætt að erfiða án árangurs og byrjað að lifa lífi sínu til fullnustu!
Í dag býður Lifðu til Fulls upp á þjálfun sem fer fram frá netinu og snýr að mataræði, lífstíllsbreytingum og einstaklingnum, skref fyrir skref “ Við leggjum þó áherslu á að breytingarnar sem eru gerðar séu ekki eingöngu einstaklingsbundnar heldur geta hentað allri fjölskyldunni því þetta er ekki einhver megrunarkúr heldur skref-fyrir-skref lísstílsbreytingar.” Segir Júlía
Í dag hafa yfir 500 konur og karlar farið í gegnum hennar mataræðisþjálfun og fer hópurinn stækkandi.
Sykurlaus áskorun
Á döfinni hjá Lifðu til fulls er 14 daga sykurlaus áskorun sem hefst 27. október en þau héldu aðra slíka áskorun í júní á þessu ári og vakti það mikla lukku.
Hugmyndina að sykurlausu áskorunnni fékk Júlía eftir að hafa spurt þær konur sem hún vinnur með í heilsumarkþjálfuninni um það hver væri þeirra helsta glíma. „Langflestar töluðu um hvað þeim fannst erfitt að halda sig frá sykri. Ég man sjálf eftir því þegar ég var að byrja þá fékk ég reglulega sykurlöngun þrátt fyrir að halda mínu striki að öðru leyti, því þekkti ég þetta”
Þegar er búið að opna fyrir skráningu, fyrstu uppskriftirnar, innkaupalisti og hollráð berast þátttakendum í pósti fimmtudaginn 23. október og áskorunin hefst síðan mánudaginn 27. október. SJÁ NÁNAR
Júlía segir þessa tímasetningu tilvalda því margir vilji koma sér á rétt ról áður en jólahátíðin hefst með tilheyrandi freistingum.
Hlökkum til að hafa Lifðu til Fulls í samstarfi við okkur og skorum á okkar þáttakendur að sleppa sykri með skráningu á sykrulausu áskorun.