NÝTT FYRIR BÖRNIN: Skrímslakökur með banana og þær eru á hollari línunni
Þessar dásamlegu mjúku kökur eru fullar af skemmtilegu bragði.
Sætur bananinn, æðislegt hnetusmjör og svo súkkulaðibitar og M&M.
Það má geyma þær í loftæmdu boxi í ísskáp og þær eru góðar í viku. Einnig er sniðugt að baka helling og frysta þær.
Þessi uppskift gefur um 15 kökur.
Hráefni:
1 bolli af höfrum – helst glútenlausum
¾ bolli af heilhveiti – glútenlausu
1 tsk af lyftidufti
1 tsk af kanil
1/8 tsk salt
¼ bolli af stöppuðum banana – hafa hann þroskaðan
2 msk af hnetusmjöri – velja sykurlaust
1 tsk af vanillu extract
½ bolli af hreinu maple sýrópi
2 msk af litlum súkkulaðibitum
2 msk af litlum M&M – veljð hvaða lit þið viljið
Leiðbeiningar:
Takið litla skál og hrærið saman höfrum, hveiti og lyftidufti ásamt kanil og salti.
Takið aðra skál og hrærið saman banana, hnetusmjör og vanilluna. Hrærið svo sýrópinu saman við.
Bætið hveitiblöndunni saman við og hærið vel.
Blandið nú súkkulaðibitum og M&M varlega saman við. Leyfið deigi að standa í 10 mínútur.
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Notið bökunarpappír á plötu.
Notið skeið til að búa til 15 jafnstórar kúlur og raðið á bökunarpappírinn.
Þrýstið auka súkkulaðibitum og M&M ofan á hverja köku.
Látið inn í ofninn í miðju og bakið í 10-12 mínútur.
Leyfið kökum að kólna í um 10 mínútur áður en þær eru teknar af plötunni.
Berið svo fram fyrir krakkana og njótið vel!