NÝTTU KRAFTINN fyrir ATVINNULEITENDUR og FÓLK Á KROSSGÖTUM
Ertu í þeim sporum? Skráðu þig strax á næsta námskeið hjá okkur - byrjum 11. mars!
Sigríður Snævarr sendiherra og María Björk Óskarsdóttir viðskiptafræðingur eru tvíeykið á bak við Nýttu kraftinn sem starfað hefur með árangursríkum hætti frá árinu 2008 og um 1100 þátttakendur komið á námskeið þeirra. Í mars 2013 gáfu þær út samnefnda bók NÝTTU KRAFTINN - hugmyndir, ráð og hvatning fyrir atvinnuleitendur og alla þá sem leita sér að nýjum tækifærum.
Nýttu kraftinn miðar að því að hver þátttakandi eða lesandi verði faglegri og samkeppnisfærari í atvinnuleitinni, nýti tíma sinn og kraft á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og skapi sér þannig ný tækifæri hið fyrsta. Farið er ítarlega í sjálft ráðningaferlið m.a. með gerð ferilskrár sem nær í gegn, kynningarbréfa, sjálfskoðun og æfingum í atvinnuviðtölum.
Velt er upp fjölmörgum leiðum í atvinnuleitinni, ýmsir kostir skoðaðir og verkefni eru ítarleg, einkum spurningaskrár og styrkleikaæfingar sem víkka hugann og veita nýja innsýn. Tengslanet er eitt áhrifamesta tækið í verkfærakistu Nýttu kraftinn og lögð er áhersla á vellíðan, mentorafyrirkomulag, frumkvæði og framtíðaráætlanir sem hafa áhrif á árangurinn.
NÁMSKEIÐIN spanna 8 vikur með 4 samverum með leiðbeinendum og styttri samverum hópsins þess á milli. Lagt er upp með að mynda öflugan hóp sem vinnur saman að því að styrkja sig og sækja fram á markvissan hátt. Ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag ferlisins og dagskrá hverrar samveru má lesa með því að smella á "Nýttu kraftinn ferlið" hér vinstra megin.
Taktu atvinnuleitina alla leið og skráðu þig strax með því að smella á hnappinn hér á síðunni :)
María Björk & Sigríður Snævarr
Sjá má nánar um námskeiðin HÉR og einnig er síða á Facebook með allskyns upplýsingum