Of lítill svefn og ellikerling lætur fyrr á sér kræla
Við vitum nú þegar að fá nægan svefn skipar stórt hlutverk í okkar heilsu. Nægur svefn stuðlar að heilbrigðri þyngd og getur komið í veg fyrir kvefpestir og nægur svefn heldur hausnum í lagi.
Að sofa nóg hægir einnig á ótímabærri öldrun.
Teymi rannsóknarfólks frá Duke Graduate Medical School í Singapore komust að þeirri niðurstöðu að ef eldra fólk sefur lítið þá hrörnar heilinn hraðar.
Í rannsókn sem gefin var út í síðustu viku í Sleep journal þá voru 66 kínverskir eldriborgarar settir í MRI skanna. Skönnun sýndi að þeir sem sváfu minnst voru með stækkun á heilahvoli en það merkir að heilinn er að eldast hraðar og hættan á Alzheimer er til staðar.
Krónísk svefnvandamál hafa nú þegar verið tengd við ýmis heilsufarsleg vandamál. Má nefna brjóstakrabbamein, offitu, sykursýki og fleira. Svefn og elliglöp tengjast einnig.
Hvað ættum við að vera að sofa lengi?
Það er talað um 7 tíma á nóttu fyrir fullorðin einstakling.
Niðurstaðan: Passaðu þig á því að fá nægan svefn og mundu að sofa í dimmu, frekar köldu herbergi. Því þá ertu að hlaða á melatonin í líkamanum.
Heimild: mindbodygreen.com