Of mikill svefn og heilastarfsemin minnkar
Hverjum hefði dottið í hug að of mikill svefn gæti haft þau áhrif á heilastarfsemina að hægja á henni?
Að sofa út reglulega er ekki góð hugmynd og þá sérstaklega ef þú vilt halda heilanum skörpum.
Samkvæmt nýrri rannsókn sem var gerð á fólki á sextugs og sjötugs aldri sem svaf að meðaltali í 9 klukkustundir eða meira sýndi meiri hingnun í heilastarfssemi en hjá þeim sem sváfu að meðaltali í 6 til 8 tíma á sólarhring.
Þessi hingnun í starfsemi heilans tengist minninu og hugsunum og er þekkt áhætta á að fá elliglöp fyrr en ella.
2700 aðilar tóku þátt í þessari rannsók sem tók 3 ár.
Stefnt er að frekari rannsóknum sem tengjast svefni og hversu lengi æskilegt er að sofa á sólarhring.
Það er samt mikilvægt að taka það fram að þeir sem sofa lengi eru ekki endilega í þessum áhættu hóp. Það geta verið aðrar skýringar á þessu og ein spurning er sú að gæti andleg heilsa tengst því að sum okkar þurfa meiri svefn.
Önnur rannsókn sem tengist svefni segir að of lítill og of mikill svefn getur tengst sjúkdómum á við sykursýki, hjartasjúkdómum, offitu og kvíða hjá þeim sem eru 45 ára og eldri.
Fleiri áhugaverðar upplýsingar um svefn og svefnvenjur má lesa HÉR.