Fara í efni

Ofbeldi í æsku hefur áhrif á taugakerfið

Þegar einstaklingar verða fyrir ofbeldi á uppvaxtarárum sínum, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, getur það haft ævilangar afleiðingar fyrir viðkomandi.
Ofbeldi í æsku hefur áhrif á taugakerfið

Þegar einstaklingar verða fyrir ofbeldi á uppvaxtarárum sínum, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, getur það haft ævilangar afleiðingar fyrir viðkomandi.

Vel er þekkt að einstaklingar sem hafa þurft að takast á við slík áföll glíma oft við þunglyndi á fullorðins árum og sjálfsmorðstíðni meðal þeirra endurspeglar einnig þær alvarlegu afleiðingar sem fólk horfir fram á.

Samkvæmt nýlega birtri rannsókn sem unnin var við McGill háskóla í Kanada, eru þessi áföll ekki bara mælanleg með þunglyndisgreiningum og sjálfsmorðum. Við getum einnig séð þessi áhrif á stórum og smáum breytingum í taugakerfinu.

Hópurinn við McGill háskóla vann útfrá þeirri tilgátu að það að upplifa ofbeldi hefði áhrif á utangenaerfðir einstaklinga. Utangenaerfðir (epigenetics) eru breytingar og merkingar á pökkun erfðaefnisins sem hafa áhrif á hvernig gen eru tjáð.

Til að skoða þetta notaðist hópurinn við safn sýna úr heilum alls 78 einstaklinga. Þriðjungur sýnanna komu frá heilbrigðum viðmiðunarhóp, þriðjungur voru tilkomin frá fólki sem hafði fallið fyrir eigin hendi en átti sér ekki sögu um ofbeldi í æsku. Síðasti þriðjungur sýnanna tilheyrðu einstaklingum sem einnig höfðu fallið fyrir eigin hendi og áttu sér sögu um ofbeldi í æsku.

Þegar erfðaefni mismunandi hópa var borið saman kom í ljós að þeir einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sýndu breytingar í tjáningu gena sem koma við sögu í myndun og viðhaldi mýelín-slíðra. Þegar vefurinn sjálfur var svo skoðaður með tilliti til mýelín-slíðra kom einnig í ljós að einstaklingar sem orðið höfðu fyrir ofbeldi voru með . . . LESA MEIRA

af vef hvatinn.is