Fara í efni

Offita og hugarfar.

Breytt hugarfar er æfing. Og ég skora á ykkur að prufa.
Bjartari kona.
Bjartari kona.
Góðan daginn.

Sunnudagur til sælu :)
Já það er sko málið í dag.
Strákarnir mínir á körfuboltamóti svo mamman og unglingurinn einar heima .
Svo það er rólegur morgun hér í Seljahverfinu.
Vorið virðist vera koma :)
Allavega syngja hér fuglar alveg í kór og viti menn flugur bara suðandi eins og ekkert sé .
Ég sé fram á bjartari daga :)
Iss þótt snjói í kaf og vetur hellist yfir okkur aftur er samt komin mars og allt að gerast .

Myndin mín í dag sýnir einhvernvegin það sem ég vildi segja !

Bjartari kona.
Bæði á líkama og sál.
Ekki gerist það bara á megrun?
Nei alls ekki með megrun né kúr.
Kraftarverki úr dós eða dollu .
Heldur ámeð réttu hugarfari.
En ekki grennist maður bara á réttu hugarfari?
Nei aldeilis ekki það þarf endalausa þolinmæði og helling af miklum vilja!
Aðalega þolinmæði á sjálfan sig.
Trúa því heitara en allt að þú getir komið þér á betri stað :)

En afhverju þurfa allir að vera eins..missa kíló og bla bla ?
Vera svona staðalímynd.
Það er ekki málið :)
Heldur að koma huganum frá því að hreinlega borða sig í hel vegna tilfinninga.
það var þannig með mig.
Maturinn var ekki vandamálið.
Allar búðirnar fullar af mat , veitingastaðir út um allt.
Það var ekki vandamálið.
Vandamálið var ég sjálf.
Ég réð ekki við mínar tilfinningar og notaði mat á "báttið"
Borðaði til að líða vel og tróð mig út ef mér leið illa.
Ég verðlaunaði mig með mat.
En ég refsaði mér líka með mat.

Líkaminn varð of þungur.
Þreyttur og uppgefin.
Ég var orðin offitu sjúklingur.
Það hefur lítið með að missa kíló eða að vera "staðalímynd"
Þetta var orðið spurning um að lifa áfram .
En þar sem ég hef farið í gegnum alla kúra heimsins.
Öll trikkinn 
Þá gat ég ekki hugsað mig umað byrja einn kúrinn enn.

Þannig tók ég ákvörðun að léttara lífi .
Hreinlega breyta um lífsstíl.
Breyta hugafari.
Taka mat út sem huggun!
Finna mína leið að betra lífi.

Engin ætlar sér að verða alltof þungur.
Þetta hefur ekkert með aumingjaskap eða "græðgi" að gera.
Þetta eru tilfinningar!
Oft hefur komið eitthvað fyrir í lífinu.
Eitthvað sem við ráðum ekki við.
En náum að hugga okkur með fæðu!
Sem getur svo farið úr böndunum.

En það er lausn á þessu 
Ég lifi einn dag í einu.
Tek ákvörðun á hverjum einasta degi að ég sé þess virði að berjast áfram fyrir 
Ég á það skilið að líða vel í eigin skinni.
En ég þarf að hafa fyrir því líkamlega og andlega.
Þetta er hægt 

Breytt hugarfar er æfing.
Og ég skora á ykkur að prufa.

Eigið góðan dag .