Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum og léttsmurosti með sjávarréttum
Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum
Dásamleg ýsa á þriðjudegi.
Uppskrift er fyrir fjóra.
Hráefni:
6 dl soðin hrísgrjón
600 g ýsa (hægt að nota annan fisk)
1 meðalstór laukur
100 g sveppir
100 g brokkolí
2 tsk Madras-karrí
300g léttsmurostur með sjávarréttum
Salt og nýmulinn pipar eftir smekk
Aðferð:
Steikið grænmetið í smjörinu og kryddið með Madras-karríi, salti og pipar.
Bætið í soðnum grjónum. Setjið í eldfast mót.
Raðið fiskinum ofan á grænmetis- og grjónablönduna.
Klípið léttsmurostinn yfir. Bakið við 175°C í 20 - 25 mín.
Berið fram með fersku salati.