Ofneysla sykurs - hugleiðing og mjög góður fróðleikur frá Guðna á laugardegi
UM SYKUR, KOLVETNI, STERKJU, GLÚKÓSA OG FRÚKTÓSA
Sú orka sem líkaminn og frumur hans nota til að keyra sig áfram er þrúgusykur (glúkósi). Þrúgusykur er hægt að kalla úthaldsnæringu líkamans og það er lifrin sem sér um að breyta ýmsu í næringunni í þrúgusykur.
Ávaxtasykur (frúktósi) – þrátt fyrir þetta fallega nafn – er tækifærið; þegar við skiljum áhrifin sem ofneysla sykurs hefur á okkur og að frúktósi hefur sömu áhrif á lifrina og neysla áfengis. Á meðan stærstur hluti þrúgusykurs fer beint í að halda frumum líkamans gangandi fer allur ávaxtasykur beint í lifrina og þar er hann meðhöndlaður sem eiturefni (eins og allt sem líkaminn sendir í lifrina). Hluti af orkunni sem þú upplifir þegar þú innbyrðir sykur er því ekki orka sem kemur úr sykrinum – heldur orkuviðbragð líkamans þegar hann keyrir sig upp til að fást við eiturefnið og vinna það út úr sér.
Sykur kemur úr öllum kolvetnum, hvort sem það er sterkja (kartöflur, hveiti og hrísgrjón) eða ávextir, grænmeti, safar og gosdrykkir. Og sykur er sykur, sama hvaðan hann kemur. Samt er alltaf talað um sykur í tvennu lagi. Stærsti munurinn gagnvart heilnæmu líferni felst í forminu sem sykurinn kemur í og hvernig hann berst inn í líkamann.
Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti.