Fara í efni

Ofurkryddin fjögur – Eiginleikar og nýtni í græna þeytinginn

Hér fara fjórar gerðir ofurkrydda – sem eru sneisafull af bætiefnum sem styrkja líkamann, hver á sinn máta og hægt er að njóta aftur og aftur í fjölbreytilegustu samsetningum.
Ofurkryddin fjögur – Eiginleikar og nýtni í græna þeytinginn

Hér fara fjórar gerðir ofurkrydda – sem eru sneisafull af bætiefnum sem styrkja líkamann, hver á sinn máta og hægt er að njóta aftur og aftur í fjölbreytilegustu samsetningum.

 

Hnífsoddur af heilandi kryddjurtum getur breytt bragðlausum þeyting í ljúffenga og kraftmikla máltíð á augabragði. Þó er unaðslegur kryddkeimurinn ekki eini ávinningurinn sem hlýst af því að bragðbæta græna þeytinginn með hnífsoddi af bragðbætandi kryddi sem rífur í hálsinn – því ákveðnar gerðir af kryddi búa yfr heilandi mætti.

Hér fara fjórar gerðir ofurkrydda – sem eru sneisafull af bætiefnum sem styrkja líkamann, hver á sinn máta og hægt er að njóta aftur og aftur í fjölbreytilegustu samsetningum.

Engifer: 

Engifer býr yfir heilandi mætti en bragðið rífur duglega í svo best er að byrja smátt. 7 mm bútur af rót samsvarar einni teskeið af malaðri engiferrót en 1 cm bútur jafngildir u.þ.b. tveimur teskeiðum. Engifer vinnur mót ógleði, róar vindverki og getur sefað bólgumyndanir í líkamanum. Fersk engiferrót er alltaf best í græna þeytinginn, þó malað engifer geti verið ágætt líka í smáum skömmtum.

Malaður rauður pipar:

Malaður, rauður pipar er gífurlega öflugur og frískar duglega upp á græna þeytinginn. Því skaltu nota þennan dásamlega pipar í litlu magni þegar þú bætir honum út í morgundrykkinn. Rauður pipar örvar blóðrásina, rífur upp og örvar efnaskiptin og sefar hungurtilfinningu.

Kanell:

Kanell er gífurlega styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og er þess utan sneisafullur af kalsíum og járni. Þess utan er ljúfur ilmurinn heilandi í sjálfu sér, sefar taugarnar og hefur róandi áhrif á hugann.

Túrmerik:

Túrmerik-rótin er oftlega kölluð konungur kryddjurtanna, þar sem rótin býr yfir öflugum lækningarmætti. Talið er að túrmerik geti unnið mót gigt og jafnvel dregið úr líkum á Alzheimer sjúkdómi, en þess utan hefur túrmerik væg verkjastillandi áhrif og vinnur á móti bólgum í líkamanum.

Svona er best að höndla, skera og geyma ferska engiferrót:

#1 – Ágætt er að afhýða ferska engiferrót með sæmilegri teskeið.

#2 – Skerðu afhýdda rótina því næst niður í ca. ½ cm búta.

#3 – Leggðu nú bútana á bökunarpappír og láttu liggja í frysti í ca. 1 klst.

#4 – Taktu nú engiferbútana út úr frystinum og leggðu í frystipoka sem hægt er að loka.

 

Leggðu einfaldlega aftur í frysti og taktu svo út eftir hentugleika, þegar að notkun er komið.

Grein af vef kvon.is