Óhefðbundnar kviðæfingar frá Fagleg Fjarþjálfun
Hver er orðinn þreyttur á hefðbundnum uppsetum eða planka?
Hver er orðinn þreyttur á hefðbundnum uppsetum eða planka? Mér finnst skemmtilegast að þjálfa kvið og bak á fjölbreyttan hátt og ég tek nánast aldrei uppsetur.
Falið álag á kvið finnst mér skemmtilegast þar sem einnig er verið að framkvæma aðra hreyfingu.
Ávinningurinn er tvíþættur – fjölþættar kviðæfingar eru miklu skemmtilegri og skila mun meiri árangri.
Hér eru nokkrar skemmtilegar æfingar sem gætur kryddað upp á æfingakerfið þitt.
Planki / draga ketilbjöllu . . . LESA MEIRA OG HORFA Á AFAR GÓÐ MYNDBÖND SEM KENNA ÞÉR NÝJAR OG MGNAÐAR MAGAÆFINGAR.
ÞJÁLFARI:
Vilhjálmur Steinarsson
Menntun:
Íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík
Námskeið:
Uppbygging æfingakerfa-Lee Taft
Ólympískar lyftingar-Lee Taft
Stafræn þjálfun-Mike Boyle
Afreksþjálfun íþróttamanna í Serbíu með núverandi styrktarþjálfara CSKA Moscow
Strength & conditioning clinic í Pesaro á Ítalíu sumarið 2011. Á vegum styrktarþjálfara Toronto Raptors í NBA deildinni, Francesco Cuzzolin.
Námskeið í mælingum (Súrefnisupptaka og mjólkursýruþröskuldur)
Elixia TRX group training instructor.
Running Biomechanics – Greg Lehman
Running assessment and rehabilitation- Greg Lehman
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Nú starfar Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og hefur einnig yfirumsjón með styrktarþjálfun í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum. Einnig vinnur hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no)
Ásamt því að einkaþjálfa, þá fær Villi til sín íþróttafólk úr öllum áttum í nákvæmar greiningar og mælingar (Vo2 max, mjólkursýruþröskulds mælingar, o.fl) þar sem hann hjálpar þeim að bæta frammistöðu og skipuleggja þjálfun.