Ómerktar möndlur í granola morgunkorni
Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir möndlum við neyslu á granola morgunkorni (Axa Granola Blueberry & Cardamom). Ástæða viðvörunar er að rangur merkimiði er á vörunni og því kemur ekki fram að hún inniheldur ofnæmis- og óþolsvald (möndlur) sem skylt er að merkja. Neysla vörunnar getur verið lífshættileg fólki með möndluofnæmi.
Morgunkornið er merkt sem granola morgunkorn með bláberjum og kardimommum (Axa Granola Blueberry & Cardamom) en er í raun granola morgunkorn með kakó og möndlum (Axa Granola Cacao & Almond). Nánari upplýsingar um dreifingu og innköllun verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Nánar um vöruna:
- Vöruheiti: Axa Granola Blueberry & Cardamom
- Framleiðandi: Lantmännen Cerealia
- Strikamerki: EAN 73100130009181
- Nettóþyngd: 475g
- Lotunúmer: 1358840
- Best fyrir (BF): 02.06.2019
- Innflytjendur: Krónan, Aðföng, ÍsAm, Kaupfélag Skagfirðinga og verslun Einars Ólafssonar á Akranesi
Ítarefni
- Fréttatilkynning matvælastofnunar Danmerkur
- Þessum upplýsingum átt þú rétt á - upplýsingaspjald Matvælastofnunar um merkingar matvæla
- Listi Matvælastofnunar yfir innkallanir