ÓMÓTSTÆÐILEG SÆTKARTÖFLU- OG HNETUSMJÖRSSÚPA
Fátt er betra á köldum vetrarkvöldum og yljandi góð súpa. Þessi sætkartöflusúpa er matarmikil, næringarrík, þykk og einstaklega bragðgóð.
Hráefni:
- 2 stórar sætar karftöflur
- 1 msk repjuolía
- 1 lítill laukur, saxaður
- 1 stórt hvítlauksrif, í hvítlauskpressu
- 750 ml tómatsafi
- 120 g grænn chilli, skorin í bita
- 2 tsk ferskur engifer, í pressu
- 1 tsk allspice krydd
- 400 ml grænmetissoð
- 120 g hnetusmjör
- Pipar, til bragðbætingar ef þarf
- Saxaður kóríander til skreytingar
Aðferð:
Stingdu sætu kartöflunar nokkrum sinnum með gaffli. Setið í örbylgjuofn á hæstu stillingu og eldið í gegn í 7-10 mínútur. Kælið að því loknu.
Á meðan kartöflurnar eru að bakast, hitaðu laukinn í 2-4 mínútur á pönnu. Bættu við hvítlauknum og hitaðu í um 1 mínútu. Bættu við tómatsafanu, chillinu, engiferinu og allspice í pott. Láttu þetta sjóða létt og hitaðu í 10 mínútur.
Skrældu kartöflunar og skerðu í munnbita. Bættu helmingnum í potttinn. Settu hinn helminginn í matvinnsluvél með soðinu og hnetusmjörinu. Mixaðu þar til það er orðið að góðu mauki. Þessu er þvínæst bætt við í pottinn, hært vel í og allt hitað vel. Bættu vatni í súpuna ef þér finnst hún of þykk. Bragðbættu með pipar og skreyttu með koríander.
Verði þér að góðu.
Höfundur uppskriftar er Geir Gunnar Markússon
Uppskrift fengið af vef nlfi.is