Opið hjarta - Guðni og hugleiðing dagsins
INNSÆI ER VAKANDI VITUND OG OPIÐ HJARTA
Nánd er einlægt hjarta – á sama augnabliki og þú snertir eigið hjarta snertir hjartað allan heiminn.
Í fimmta skrefinu opinberum við eigin heimild í öllu sem við segjum, gerum og tökum okkur fyrir hendur; heimildin blasir við okkur í þeim viðhorfum sem við höfum gagnvart heiminum og sjálfum okkur.
Í innsæinu erum við kærleiksríkt vitni sem fylgist með eigin hegðun með ekkert annað en kærleika að leiðarljósi, í vakandi vitund – þetta er afstöðulaust áhorf þar sem við sjáum eigin ferli til vansældar eða vel- sældar betur en nokkru sinni fyrr. Og þar sem við erum beintengd við opið hjartað getum við séð öll þessi ólíku ferli sem blessanir og tækifæri.