Fara í efni

ORANGE FÆRIR ÚT KVÍARNAR.

Lausnir sem henta vel fyrir ráðgjafa, sölumenn, félagasamtök, fjárfesta ofl.
Starfsfólk Reginn og Orange Project
Starfsfólk Reginn og Orange Project

AUKIÐ SKRIFSTOFURÝMI FYRIR LÍTIL OG MEÐALSTÓR FYRIRTÆKI.

MÆTA ÞÖRFUM ÖRT STÆKKANDI MARKAÐAR.

Orange Project skrifaði í dag undir nýjan  leigusamning við Reginn Fasteignafélag um enn frekari stækkun á  rými fyrir starfssemi sína.  Starfsemi Orange snýr  að því að miðla og leigja út skrifstofuhúsnæði fyrir litil og meðalstór fyrirtæki í háum gæðaflokki með sveigjanleika og lausnum sem henta hverjum og einum. 

Katrin B. Sverissdóttir, framkvæmdastjóri Reginn Atvinnuhúsnæði, telur að með samningi þessum við Orange sé Reginn að fara inná nýjan markað sem allar líkur væru á að ætti eftir að stækka á komandi árum því skortur hafi verið á svo skipulagðri þjónustu á Íslandi. Svipuð þjónusta sé vel þekkt víða erlendis  þótt ekki sé hún jafn umfangsmikil og þjónusta Orange.

Tómas Hilmar Ragnars, framkvæmdastjóri Orange Project, segir að samningurinn komi í beinu framhaldi af þeim jákvæðu viðbrögðum sem fyrirtækið hafi fengið við þjónustu sinni og sveigjanleika. Eftirspurn hafi verið meiri en Tómas hafi búist við í upphafi.  „Það var greinilega þörf á heildarlausn sem þessari fyrir fyritæki og einstaklinga þar sem öll þjónusta er uppá 10 og allt undir sama þaki. Við skraddarasaumum lausnir fyrir hvert og eitt fyrirtæki og einstaklinga þannig að fólki líði vel og geti vaxið og dafnað í sínum rekstri. Við bjóðum fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum uppá lausnir í húsnæðis- og skrifstofuhaldi ásamt ráðgjöf á sviði markaðsmála, innheimtu og lögfræði. Þetta samstarf gerir okkur kleift að geta boðið upp á hágæða húsnæðislausnir á góðu verði og aðrar heildarlausnir sem ekki hafa verið í boði áður á Íslandi. Einnig sjáum við míkla stækkunarmöguleika í þessu samstarfi við Regin til framtíðar,“ segir Tómas.


Nýjir viðskiptavinir Orange Project munu byrja að flytja inn þann 1. jan næstkomandi en nú þegar hafa nokkur fyrirtæki tryggt sér aðstöðu til lengri eða skemmri tíma.  Með þessari stækkun fær Orange Bókhald & Ráðgjöf stærra rými fyrir sína starfssemi því míkill vöxtur hefur verðið í bókhalds, launa, vsk- og ráðgjafavinnu á skömmum tíma. 

Lausnir Orange henta vel fyrir ráðgjafa, lögmenn, arkitekta, sölumenn, félagasamtök, fjárfesta ofl.

Innifalið í leigu er eftirfarandi : Afnot af þremur fullbúnum fundaherbergjum með skjávörpum, tölvum, funda & myndsímum, skrifstofuhúsgögnum - stólum, borðum & hirslum -, interneti & IP símum ( ljósleiðari ) og WiFi. Einnig er innifalið: tryggingar upp á 1.5 milljónir (bruni-vatn-innbrot), rafmagn, hiti, öryggiskerfi, þrif á skrifstofu og sameign 3x í viku, öryggiskerfi og veitingar frá TE & KAFFI. Öll sorphirða er innifalin. Sorp er flokkað samvkæmt umhverfisstöðlum.

Einnig eru ferskir ávextir í boði alla daga. 

Einnugs er notast við Svansvottaðar vörur hjá ORANGE við öll þrif.

Góð staðsetning og aðgengi fyrir fatlaða ásamt yfir 100 bílastæðum, þar af  sérbílastæðum fyrir fatlaða.

Nýverið tók Orange Project í notkun heðslustöð fyrir rafbíla og er hún til afnota fyrir viðskiptavini þeim að kostnaðarlausu. Stæðin fyrir rafbíla eru sérmerkt og eingöngu fyrir þá.

Einnig er aðgangur að skönnun, prent-  og jósritunarþjónustu og að sjálfsögðu Café ORANGE.

Vefsíða ORANGE  www.orangeprojecthouse.com