Fara í efni

Óreglulegar blæðingar, hvers vegna gerist það?

Það er ekki óeðlilegt að missa úr blæðingar stöku sinnum eða að blæðingar séu ekki alltaf eins, þær geta verið miklar, staðið yfir í lengri tíma en vanalega eða styttri eða að það blæðir afar lítið.
Tíðahringurinn getur verið óreglulegur
Tíðahringurinn getur verið óreglulegur

Það er ekki óeðlilegt að missa úr blæðingar stöku sinnum eða að blæðingar séu ekki alltaf eins, þær geta verið miklar, staðið yfir í lengri tíma en vanalega eða styttri eða að það blæðir afar lítið.

Ef þú ert ekki ófrísk að þá eru aðrar ástæður sem geta ruglað tíðarhringinn. Nefni ég sem dæmi stress, mikið þyngdartap eða aukning, ferðalög, auknar líkamsæfingar eða veikindi.

Óreglulegur tíðahringur er einnig algengt einkenni þegar konur eldast og það styttist í breytingaskeiðið. Þetta getur byrjað seint á þrítugs aldrinum og staðið yfir til fimmtugs og getur tekið nokkra mánuði en einnig gæti þetta tekið allt að 10 ár.

Þegar þú hefur ekki farið á blæðingar í 12 mánuði í röð þá ertu opinberlega komin á breytingaskeiðið.

Meðferð við óreglulegum blæðingum er oft að taka getnaðarvarnarpilluna, prufa hormóna meðferð eða borða hollan mat og æfa eðlilega. Enga öfga hér.

Fróðleikur frá Heilsutorg.is