Fara í efni

Orkan, fjarveran og ljósið - hugleiðing á fimmtudegi

Hugleiðing á fimmtudegi~
Hugleiðing á fimmtudegi~

Orkan segir alltaf sína sögu um það hvort við erum eða hvort við erum farin – við förum strax að finna vanmátt okkar og verðum ekki fyllilega með sjálfum okkur.

Fjarveran er myrkur og við finnum alltaf fyrir myrkrinu – finnum alltaf fyrir því þegar ljósið hverfur.

Þá þarf strax að gera ráðstafanir. Innsæi er athygli með verkvilja – í innsæi sérðu með augum sálarinnar. Þar er alltaf leiftur, engin hugsun, aðeins tær eftirtekt og hlustun.