Fara í efni

Orkan frá stjörnunum og alheiminum - Guðni og hugleiðing dagsins

Orkan frá stjörnunum og alheiminum - Guðni og hugleiðing dagsins

TILGANGUR ER KJÖLFESTA

Sjáðu fyrir þér manneskju sem stendur úti í náttúrunni, á fallegasta stað sem þú getur ímyndað þér. Hún er full af reisn, en á sama tíma réttir hún hendurnar til himins. Þú sérð fyrir þér hvernig orkan frá stjörnunum og alheiminum streymir inn í hendur manneskjunnar, á sama tíma og orkan flæðir í gegnum handleggi, líkama og fótleggi og ofan í jörð. Þú sérð að hún er algerlega tengd og rótföst.

GILDI
Frá gildunum undir iljum manneskjunnar sérðu orku jarðarinnar koma saman í kviðnum á henni eins og naflastreng. Þar kviknar vitund hennar um tilgang – um það til hvers þessi manneskja gengur, hvað drífur hana áfram og hver kjarni hennar er.

Þessari vitund um tilgang fylgir ljós sem kviknar, logandi ástríða frá miðri tilvist manneskjunnar. Þetta ljós er ástríðan sem drífur sýnina áfram og hún streymir upp í ennið og ljómar þar í gegnum þriðja augað yfir alla tilveruna.