Orkubrauð
Solla á Gló deildi uppskrift af ofurhollu orkubrauði með okkur. Þetta brauð er uppfullt af vítamínum, steinefnum og trefjum. Gerið heilsu ykkar greiða og skellið í þetta orkubrauð.
Uppskrift:
2 bollar tröllahafrar
1 bolli graskersfræ
1 bolli sólblómafræ
1 bolli hörfræ
1 bolli möndlur, gróft saxaðar
1 bolli kókosmjöl
½ bolli psyllum husk
¼ bolli chiafræ
2 msk. möluð chiafræ
1 ½ - 2 msk. kúmenfræ
1- 2 tsk. salt
3 bollar vatn
¼ bollar kókosolía
2 msk. hunang
Aðferð:
Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman, bætið restinni af uppskriftinni út í og blandið vel saman. Látið standa í 30-45 mínútur við stofuhita áður en þið bakið eða yfir nótt.Bakið við 175°C í 30 mínútur, takið brauðið úr forminu og klárið að baka það í 30 mín. Kælið alveg áður en þið skerið það. Gott er að setja brauðið í kæli.
Geymist í 5-7 daga í kæli, má frysta - best að frysta niðurskorið.
Verði ykkur að góðu.
Heimild: nlfi.is