Fara í efni

Örugg ráð til að tryggja góðan svefn

Fátt, ef nokkuð, er okkur jafn mikilvægt og góður nætursvefn. Fólki gengur þó misvel að festa sefn og hvílast almennilega. Hér eru nokkur skotheld ráð sem hafa gefist þeim vel sem hafa átt í vandræðum með svefninn.
Góður svefn skiptir öllu máli.
Góður svefn skiptir öllu máli.

Fátt, ef nokkuð, er okkur jafn mikilvægt og góður nætursvefn. Fólki gengur þó misvel að festa svefn og hvílast almennilega. Hér eru nokkur skotheld ráð sem hafa gefist þeim vel sem hafa átt í vandræðum með svefninn.

- Prufaðu að sofa nakin. Það virðist vera komið í tísku að sofa berrassaður enda margt sem mælir með því. Þeir sem sofa allsberir virðast almennt ná að slappa betur af þegar klæðnaður heftir þá ekki. Niðurstaðan er betri svefn.

- Ekki sofa nálægt rafmagnstækjum. Ef þú mögulega getur haltu þá tölvum, símum og öðrum tækjum fjarri rúminu. Þessi tæki trufla og stressa þig upp. Þú slakar betur á ef þú aftengir þig almennilega fyrir svefninn.

- Ekki drekka kaffi eða áfengi áður en þú ferð í háttinn. Þessir drykkir eru örvandi og draga úr gæðum svefnsins og gera þér erfiðara að festa svefn. Reyndu að láta kaffi og áfengi eiga sig í það minnsta fjórum klukkustundum áður en þú ferð að sofa.

- Fáðu þér góða dýnu. Það skiptir máli í hvernig rúmi við sofum og þar skiptir dýnan mestu máli. Gott rúm er því einhver besta og mikilvægasta fjárfestingin sem þú getur gert. Vandaðu valið og tryggðu að dýnan sem þú kaupir henti líkama þínum.

- Lestu bók. Ekki fara með tölvu eða síma upp í rúm. Ekki hanga á Facebook þegar þú ert komin upp í. Lestu frekar bók. Bóklesturinn þreytir augun og gerir þig syfjaðan. Ef þú átt erfitt með að sofna er um að gera að lesa leiðinlega bók, ævisögur stjórnmálamanna virka oft sem bestu svefnlyf.

- Ekki líta á klukkuna. Ekki pæla í því hvað klukkan er. Því oftar sem þú lítur á hana og fylgist með mínútum líða verðurðu stressaðari og svefninn lætur á sér standa.