Örvar Steingrímsson hlaupari í úttekt
Fullt nafn: Örvar Steingrímsson
Aldur: 34 ára (1979)
Starf: Verkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu
Maki: Anna Harðardóttir
Börn: Kári 7 ára og Óttar 4 ára
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“: Bæði þríþrautar keppnin Ironman og einnig verkfærið járnkarl.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Mjólk, skyr, smjör og ostur.
Hvaða töfralausn trúir þú á?: Æfingin skapar meistarann.
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án: Bátur kæmi sér vel.
Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Nautalund, humar og svo hefur sushi verið að koma sterkt inn undanfarin ár.
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur?: Bæði
Hvað æfir þú oft í viku: 6x í viku ef ég hef tíma annars ræðst það oft á dagskrá fjölskyldunnar.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú?: Þá er það yfirleitt ofangreindur matur með frúnni, þá er best að vera búinn að gefa gríslingunum að borða áður.
Hvað er erfið æfing í þínum huga?: Mikil ákefð og stutt hvíld, eitthvað form af interval eða sprettum. Þá hafa langar æfingar með svokölluðum T-hraða köflum einnig látið mann finna fyrir því.
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni?: „Yes I Can“. Fer yfirleitt í smá hugarleikfimi um að maður sé búinn að undirbúa sig vel og maður sé tilbúinn í allt, enda gamall skáti sem er ávallt viðbúinn.
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um?: Ligg sjaldan andvaka en ef það kemur fyrir reyni ég að hugsa sem minnst og finnst best að setja hljóðbók á of sofna yfir henni.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út?: Stuttbuxur og bolur.
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast?: Við í vinnunni förum stundum á Serrano og svo heim finnst mér best að panta pizzu á Castello.
Næsta áskorun er Jökulsárhlaupið og svo hálft maraþon í Rvk maraþoninu. Hef lengi ætlað að fara í Jökulsárhlaupið og ætla að láta verða af því í ár, svo finnst mér alltaf svo mikil stemmning í Rvk maraþoninu að ég vill helst ekki missa af því að taka þátt þar.
Varðandi æfingar þá hef ég mest verið einn. Var í fyrra aðeins með ÍR-hlaup hópnum hans Þorláks þegar ég var að æfa fyrir Boston en æfingatíminn hentar mér illa. Er mest að hlaupa á kvöldin.