Fara í efni

Öryggisakademían - flugeldar og slysahættur

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur, í samvinnu við Sjóvá, sett á stofn Öryggisakademíuna. Hlutverk hennar er að koma öryggis- og forvarnamálum í tengslum við flugelda á framfæri við alla aldurshópa.
Öryggisakademían - flugeldar og slysahættur

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur, í samvinnu við Sjóvá, sett á stofn Öryggisakademíuna.

Hlutverk hennar er að koma öryggis- og forvarnamálum í tengslum við flugelda á framfæri við alla aldurshópa.

Öryggisakademían er staðsett við flugeldaverksmiðju björgunarsveitanna og í tilraunastofu hennar vinna færustu vísindamenn að alls kyns tilraunum um forvarnir. Síðastliðnar vikur hafa þeir unnið sleitulaust við prófanir á flugeldum til að auka öryggi við notkun þeirra. Nú hafa fyrstu niðurstöður tilraunanna litið dagsins ljós og eru í formi stuttmynda úr Öryggisakademíunni. Þar koma fram 11 mikilvæg atriði sem hafa ber í huga þegar flugeldum er skotið upp.

Ekkert fikt
Tilraun 01. Almenn umgengni. Verklegur framkvæmdaraðili: 12b. Óyggjandi vísindalegar niðurstöður liggja fyrir. Aldrei fikta í flugeldum, þar sem oft verða slæm slys af þessum völdum.

Fjarlægð og undirstaða
Tilraun 47. Fjarlægð og undirstaða. Verklegur framkvæmdaraðili: 12b. Niðurstaðan er skýr. Hæfileg fjarlægð og traust undirstaða eru mikilvæg atriði þegar átt er við skotfæri.

Ekki halda á
Tilraun 03. Rétt meðferð flugelda.. Verklegur framkvæmdaraðili: 12b. Þetta er mjög einfalt. Aldrei skal kveikja á flugeldum meðan haldið er á þeim. Betri eru tvær áfastar hendur en tvær í skógi.

Notum alltaf flugeldagleraugu
Tilraun 214. Skotlína og Tilraun 214b. Öryggisgleraugu. Verklegur framkvæmdaraðili x2 = 12c. Þetta er morgunljóst og kristaltært. Verum aldrei í skotlínunni, og notum alltaf og ávallt öryggisgleraugu. Augu fyrir augu.

Ekki fikta

Tilraun 01. Almenn umgengni. Verklegur framkvæmdaraðili: 12b. Óyggjandi vísindalegar niðurstöður liggja fyrir. Aldrei fikta í flugeldum, þar sem oft verða slæm slys af þessum völdum.

    Frekari upplýsingar um öryggisatriði