Ostapestóbrauð, uppskrift frá Kristjönu sys
Afar einfalt brauð sem má setja næstum hvað sem er saman við. En hérna er uppskriftin sem Kristjana systir notaði síðast.

Girnilegt ekki satt ?
Afar einfalt brauð sem má setja næstum hvað sem er saman við. En hérna er uppskriftin sem Kristjana systir notaði síðast.
Hráefni:
1kg KORNAX hveiti – má nota spelt
40 gr þurrger
3 tsk maldon salt – má nota sjávarsalt
hálf krukka grænt pestó
1 stór dós kotasæla
Vatn
Leiðbeiningar:
Hrært með sleif þarf til allt er komið saman.
Látið hefast yfir nótt.
Ofninn hitaður í 240 gráður með potti inni í, brauðuð svo sett í hann og bakað í um klukkustund.
Það er hægt að setja næstum hvað sem er saman við þetta deig því vökvinn kemur síðast.
Njótið~