Ozzo buco
Ozzo buco eins hann gerist bestur
4 stk. nautaskankasneiðar, um 5 cm þykkar
80 g smjör
1 stk. stór gulrót, skorin í ten.
1 stk. laukur, fínt skorinn
2 stk. hvítlauksgeirar
180 ml hvítvín
150 ml kjötsoð (teningur + vatn)
150 g maukaðir tómatar í dós
maldon salt
pipar
2 greinar timjan
80 g smjör
1 stk. stór gulrót, skorin í ten.
1 stk. laukur, fínt skorinn
2 stk. hvítlauksgeirar
180 ml hvítvín
150 ml kjötsoð (teningur + vatn)
150 g maukaðir tómatar í dós
maldon salt
pipar
2 greinar timjan
Það er gaman að sjá fallegar sneiðar úr skönkum í kjötborðum verslana. Skankana er tilvalið að steikja og elda með grænmeti. Þennan rétt er vinsælt að bera fram með risotto en hér legg ég til stappaðar kartöflur. Stillið ofninn á 150°C og veltið nautaskankasneiðunum upp úr hveiti. Hitið víðan þykkbotna pott sem rúmar allar sneiðarnar og brúnið kjötið í smjöri við meðalháan hita. Snúið kjötinu reglulega þar til allt er vel brúnað. Kryddið með salti og pipar og setjið skorna grænmetið yfir. Hellið hvítvíni út á og sjóðið niður til hálfs. Bætið tómötum út í ásamt kjötsoði. Hafið lok á pottinum og setjið hann inn í ofn og eldið í 1 ½-2 klst. Berið fram með stöppuðum kartöflum sem eru settar á miðjan disk, kjötsneið ofan á og sósa yfir.