Pestó kjúklingur að hætti Sollu á Gló
Pesto kjúklingabringur
Dásamlegur kjúklingaréttur að hætti Sollu á Gló. Gjörið svo vel.
Uppskrift er fyrir 4
Hráefni:
800 g úrbeinuð kjúklingalæri
6 stk hvítlauksrif, pressuð
1 stk ferskur rauður chili, steinhreinsaður og smátt saxaður
safinn og hýðið af 1 sítrónu
1 búnt basil, gróft saxað
25 g ristaðar furuhnetur, gróft saxaðar
25 g parmesan, rifinn
Basil og klettasalatspestó:
25 g ferskt basil
25 g klettasalat
1 stk límóna, notið safinn
1 stk stórt eða 2 minni
hvítlauksrif, pressuð
2 dl góð lífræn ólífuolía eða önnur kaldpressuð olía
25 g ristaðar furuhnetur
25 g ristaðar kasjúhnetur
½–1 tsk salt
nokkrar rifnar parmesanflísar til að strá yfir kjúklinginn áður en borið er fram
Kjúklingurinn: Hvítlaukur, chili, sítrónusafi, sítrónuhýði, basil, hnetur og rifinn parmesan sett í skál og blandað vel saman Nuddið kjúklingalærin upp úr kryddleginum og látið liggja í um 2 klst. Best er þó að setja í marineringu kvöldinu áður og leyfa þeim að liggja í henni inni í ísskáp þar til næsta kvöld. Þá verður kjúklingurinn ómótstæðilegur. Setjið í eldfast mót og inn í heitan ofn og steikið við 200°C í 10 mín., snúið kjúklingnum og haldið áfram að steikja í aðrar 10 mín. Hellið soðinu af kjúklingnum (geymist til seinni tíma nota), dreifið pestóinu yfir kjúklinginn, stráið yfir hann parmesanflísum og berið fram. Pestó: Byrjið á að setja hneturnar í matvinnsluvélina og létt saxa þær niður, setjið í skál. Látið svo basil og klettasalat í matvinnsluvélina ásamt límónusafa og hvítlauk, hellið ólífuolíunni varlega út í og maukið, hellið í skálina með hnetunum og hrærið saman. Bragðið til með salti.