Fara í efni

Pétur Ásgeirsson gefur út stafrænu barnabókina Ævintýri Magnúsar

Ævintýri Magnúsar - Gagnvirk hljóð- og lesbók fyrir börn.
Pétur Ásgeirsson gefur út stafrænu barnabókina Ævintýri Magnúsar

Ævintýri Magnúsar - Gagnvirk hljóð- og lesbók fyrir börn.

Söguhetjan Magnús er víkingadrengur sem ákveður að fara í ferðalag eftir að hafa hlustað á sögur afa síns.

Á þessu ferðalagi kynnist Magnús Póló, sem er ísbjörn. Magnús og Póló fara svo saman á vit ævintýranna.

Sagan er stafræn gagnvirk hljóð- og lesbók fyrir börn á aldrinum þriggja til átta ára.

Hægt er að fylgjast með textanum í bókinni um leið og lestur fer fram.

Bókin er afar sniðug fyrir þá krakka sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða og fyrir þá sem eru að byrja að læra að lesa.

Sagan er fallega myndskreytt og teikningarnar gagnvirkar.

Hægt er að þrýsta á myndirnar og fá samsvarandi hljóð spilað, t.d. kindur jarma.

Sagan er komin í verslanir Hagkaupa í Skeifuni, Garðabæ, Kringluni og Smáralind.

Hægt er að nota söguna í PC tölvum, Snjallsímum, og Spjaldtölvum.

Samhliða sögunni kemur út appið Orðin hans Magnúsar.

Hér er sýnishorn a.t.h. ekki full útgáfa:

http://iapp.is/demo/magnus/

http://iapp.is/demo/ord/

"Hægt er að pata söguna hér www.iapp.is/buy"

Pétur verður í Hagkaup Smáralind frá kl 16 til 18 með kynningu í dag og á morgun laugardag 17.desember.