Piparmyntu-avókadó nammi
Botn: / 2 1/2 dl möndlur / 2 1/2 dl döðlur / 1 msk kakóduft.
Myntufylling: / 1 avókadó / 3 msk fljótandi kókosolía / 2-3 msk hlynsíróp / 1 banani / 1/2 tsk vanilla extraxt eða vanilludropar / 5-10 dropar piparmyntuolía / smá salt.
Súkkulaði: / 3 msk kakóduft / 3 msk fljótandi kókosolía / 2 msk hlynsíróp.
- Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvélina og búið til deig.
- Setjið bökunarpappír í form sem er 18x18cm innanmál (8×8-inch) og pressið deigið ofan í.
- Búið síðan til mjúku, grænu fyllinguna í matvinnsluvél og hellið í formið ofan á botninn.
- Setjið inn í frysti í ca. 30 mínútur.
- Græjið súkkulaðið, hellið því yfir og setjið í frysti.
- Þegar þið berið þessa dásemd fram er gott að láta hana þiðna í ca. 20 mínútur áður.
Ég sá þessa uppskrift í bók sem heitir Rawsome Vegan Baking og leist svo vel á að ég ákvað að prófa. Ég var ekki illa svikin og Edda mín 12 ára elskar hreinlega þetta nammi. Ég nota Young Livingpiparmyntudropa og þá þarf ég ekki svona mikið heldur ca. 5 dropa því þeir eru sterkir. Það er hægt að nota hvaða piparmyntudropa sem er, jafnvel piparmyntu extract. Prófið ykkur bara áfram. Ég bara elska Young Living vörurnar og finnst svo mikil snilld að nota þær í matargerð því ekki skemmir fyrir að þær hafa ákveðinn undrakraft.