Pizza, Pizza...eftirréttapizzan
Algjör dúndur eftirréttur.
Getur þetta verið? Súkkulaði pizza!
Hér er á ferðinni dúndur eftirréttur.
Fyrst er það deigið sjálft.
Pizzadeig
5 dl Kornax brauðhveiti
1 tsk salt
3 tsk þurrger
1 msk matarolía
2 dl volgt vatn
Hnoðað og látið hefast
Bakað við 175 °C fyrir miðju.
Til að gera grillbrauð þá eru hæfilega stór stykki rifin eða skorin úr deiginu og sett á efri grindina á grillinu og bakað þar til það er orðið gyllt að lit.
Hérna er svo áleggið á eftiréttapizzuna:
2 msk smjör
1/2 krukka súkkulaðihnetusmjör
Þessu er hrært saman og smurt á deigið.
1/2 bolli af súkkulaði bitum að eigin vali
Skreytið með kókóshnetum og jarðaberjum þegar pizzan er komin úr ofninum.
Njótið~