Fara í efni

Innsýn í líf Psoriasis sjúklings

Hvað er Psoriasis?
Psoriasis er oft misskilinn sjúkdómur
Psoriasis er oft misskilinn sjúkdómur

Hvað er Psoriasis?

Á milli 5,8 til 7,5 milljón manns lifa með húðsjúkdómnum psoriasis, en um helmingur af þeim sem eru með sjúkdóminn eru ekki að fá meðferð við honum og aðrir eru að fá meðferð sem er úrelt.

Hvers vegna? Vegna þess að þessi sjúkdómur er afar misskilinn. Fólk sem er með psoriasis verður oft fyrir aðkasti og mismunun. Meðferðir hafa ekki verið næginlega góðar fyrr en núna.

“Fyrir fáeinum árum höfðum við ekki svona mikið af góðum valmöguleikum” segir Steven Feldman, MD, PhD, professor í húðlækningum við Wake Forest University School of Medicine í Winston-Salem. “En núna er þetta breytt. Meðferðir eru virkari, öruggari og auðveldari en þær hafa nokkrun tíman verið áður”.

a

Psoriasis er oft kvalafullur sjúkdómur sem fylgir mikill kláði sem kemur fram í rauðum bólgnum flekkum á húðinni. Þessir flekkir eru ekki smitandi, en eru yfirleitt huldir í hvítri þurri húð sem eru uppsafnaðar dauðar húðfrumur. Vísindamenn eru ekki vissir hvað það er sem orsakar þetta, en þeir vita að psoriasis felur í sér erfðafræðilega vanvirkni sem orsakar þessi viðbrögð ónæmiskerfisins og leiðir þetta til mikillar framleiðslu á nýjum húðfrumum.

Það eru fimm tegundir af psoriasis: Plaque sem er algengast, guttate, inverse, pustular og erythrodermic. Psoriasis getur myndast hvar sem er á líkamanum og um 30% af fólki með sjúkdóminn fær psoriasis gigt, sem er afar kvalafull og leggst þessi gigt á liðamót sem verða bólgin og stíf.

“Psoriasis er sjúkdómur sem getur gengið í erfðir, en þar eru að verkum mörg gen en einnig hefur umhverfið sitt að segja” segir Dr. Feldman.

Algeng ónæmisviðbrögð geta verið stress, skemmdir á húð eftir t.d sólbruna eða sár, sum lyf geta vakið upp sjúkdóminn og einnig streptókokka sýking.

Þar sem psoriasis er húðsjúkdómur, að lifa með honum getur verið erfitt og haft mikla andlega vanlíðan í för með sér. Þeir sem eru með vægt psoriasis geta hulið það eða jafnvel komið í veg fyrir að það dreifi sér. En þeir sem eru með alvarlegri einkenni verða oft fyrir aðkasti frá fólki sem hefur ekki hugmynd um hvað einstaklingurinn er að ganga í gegnum. Og að mörgu leiti þá er þetta það erfiðasta við það að lifa með psoriasis.

Það er því afar mikilvægt fyrir psoriasis sjúklinga að hafa góðan stuðning og meðferð sem þeir þurfa á að halda, til að halda sjúkdómnum niðri.

Ef þig grunar að þú sért með psoriasis skaltu leita til þíns læknis og fá rétta greiningu.

Heimildir: health.com