Rabbabarasýróp Ágústu
Þessi skemmtilega uppskrift af rabbabarasýrópi kemur úr smiðju Gurrýjar garðyrkjufræðings, þó uppskriftin sé kennd við Ágústu.
Afar einfalt rabbabarasýróp
Þessi skemmtilega uppskrift af rabbabarasýrópi kemur úr smiðju Gurrýjar garðyrkjufræðings, þó uppskriftin sé kennd við Ágústu.
Uppskrift:
½ kíló af rabarbara
1 dl vatn
1 vanillustöng, skorin eftir endilöngu
Aðferð:
Allt sett í pott og soðið þar til rabarbarinn er orðinn vel mjúkur. Gumsið síað gegnum sigti eða klút, þá fást ca 2-3 dl af vökva.
½ kg af sykri soðið saman við vökvann í 5-15 mínútur, kælt og notað með ís og á pönnukökur eða bara eitt og sér.
Heimild: nlfi.is