Fara í efni

Ráðstefna Lífs styrktarfélags og Krabbameinsfélagsins 7. september í tilefni Globeathon hlaupsins 10. september

Ráðstefna Lífs styrktarfélags og Krabbameinsfélagsins 7. september í tilefni Globeathon hlaupsins 10…
Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Af því tilefni efna Líf styrktarfélag og Krabbameinsfélagið til ráðstefnu.
 
 
Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, fimmtudaginn 7. september kl. 17:30 -19:00. 
  
Dagskrá ráðstefnunnar: 

Kl. 17:30
Setning ráðstefnunnar og kynning á  Globeathon hugmyndinni. Sigrún Arnardóttir læknir og formaður Lífs styrktarfélags.
 

Kl. 17:35
Keiluskurður á leghálsi. Anna Þ. Salvarsdóttir, kvensjúkdómalæknir.
 

Kl. 17:55
Meðferð við eggjastokkakrabbameinum. Katrín Kristjánsdóttir, kvensjúkdómalæknir.
 

Kl. 18:15
Erfðaráðgjöf kvenna með BRCA gen. Vigdís Stefánsdóttir, erfðafræðingur og erfðaráðgjafi.
 

Kl. 18:30
Reynsla mín sem BRCA arfberi. Hulda Bjarnadóttir, fjölmiðlakona.
 

Kl. 18:45
Pallborðsumræður. Spurningar og svör
 

Kl. 19:00
Ráðstefnulok
 

Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir á ráðstefnuna.
 
  
Vinsamlegast skráið ykkur á ráðstefnuna hér í síðasta lagi 6. september. 
  
  
Nánari upplýsingar veita Sigrún Arnardóttir í gegnum netfangið sigrunarnar@simnet.is og Sóley Jónsdóttir í gegnum netfangið soley@krabb.is