Ragnheiður Guðfinna í viðtali
Hún Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er 33 ára tveggja barna móðir. Hún vinnur við Streituskólann í fyrirlestrum og ráðgjöf hvað varðar geðheilsu og lífsstíl.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Ég byrja á því að skutla hálfum banana, klökum og möndlumjólk í blandarann og set svo töfraduftið Moringa sem fyllir líkamann af vítamínum og orku. Î kjölfarið er ferðinni oftast heitið niður í World Class og tekið vel á því þar.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Haframjólk, möndlumjólk og sódavatn.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Óefnislegt: ást, kærleikur og vinátta
Efnislegt: gormarnir mínir, síminn, maskarinn og rúmið mitt.
Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur ?
Löng og good sturta meira að segja pínu köld.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir ?
Hang OUT með strákunum mínum.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Amk 4 sinnum í viku. Hlaup og lyftingar.
Hvort velur þú bók eða bíómynd ef þú ætlar að hafa það gott heima ?
Fer eftir mindsettinu. Báðir kostirnir koma til greina.
Hvernig ferð þú á milli staða? þá á ég við keyrandi, gangandi, hjólandi....?
Því miður....keyrandi.
Kaffi eða Te ?
Extra heitur og sterkur kaffi latte.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Temja sér jákvætt hugarfar, stunda hreyfingu og reyna að sjá lausnir í lífinu frekar en hindranir.
Til að kynna sér starfsemi Streituskólans þá er hægt að gera það HÉR.