Fara í efni

Rangfærslum um fæðuóþolsprófið svarað með rökum

Það er ekki sjaldan að forsvarsmenn óhefðbundinna og iðullega ónýtra heilsulausna nota upptalningar á birtum greinum söluvöru sinni til stuðnings.
fæðuóþolspróf
fæðuóþolspróf

Fæðuóþolspróf með IgG mótefnamælingu fá falleinkunn í vandaðri greinargerð um vísindalegan bakgrunn þeirra sem birtist á visir.is.

Það er ekki sjaldan að forsvarsmenn óhefðbundinna og iðullega ónýtra heilsulausna nota  upptalningar á birtum greinum söluvöru sinni til stuðnings.

Eins og bent hefur verið á hér þá er algengt að velja aðeins þær tilvitnanir sem koma sér vel. Ýmist er um að ræða greinar um annað efni, rannsóknir sem eru rangt unnar, oftúlkaðar eða beinlínis rangtúlkaðar og svo verk sem ekki geta kallast rannsóknir heldur frekar kannanir. Stundum eru rannsóknir og niðurstöður forsvarsmanna óhefðbundinna og ósennilegra heilsuaðferða og heilsuvöru svo fráleitar að telja verður líklegt að það geti verið hreinn uppspuni.

Það getur þurft mikla yfirlegu og vinnu að svara svona vitleysu því fara verður vandlega gegnum gögnin og meta og greina hverja tilvitnun svo maður falli ekki í sömu gryfju og hinir. Því er erfitt fyrir fólk sem er í fullri vinnu við alvöru heilbrigðisstarfsemi og stundum meira en fullri) að standa í því að kveða niður svona rangfærslur og villandi upplýsingar.

Í þessu tilviki varð heimildafjöldinn 17 greinar og frekar löng framsetning sem Anna Ragna ritstýrði af röggsemi þó fjöldi aðila úr Upplýst-hópnum hafi komið að verkinu.

Nú hefur hópurinn sem sagt ennþá einu sinni þurft að leggja fram talsverða vinnu í að svara opinberum rangfærslum um heilsutengt efni.

Í þetta sinn næringarþerapistanum sem selur dýra en ónýta “Food-detective” prófið þar sem hún lagði fram nokkur vel valin kirsuber sem hún taldi styðja ágæti vörunnar vísindalega.

Við höfum sýnt að það er rangt og að prófið er ekki líklegt til þess aðgeraneitt gagn.

Heimildir: upplyst.org