Ris a‘la mande með Kokos kókosmjólk
Dásamlegur Ris a´la mande með Kokos kókósmjólk.
Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.
Hráefni:
2¼ bolli Koko kókosmjólk hrein
1 bolli hvít eða hýðis hrísgrjón, ef þú notar hýðisgrjón þá er betra að láta þau liggja í bleyti um klukkutíma áður en soðin.
25 gr. Heilsu möndlur brotnar
1 ½ tsk Biona kókossykur
1 tsk sonnentor vanilluduft
1 peli Ecomil möndlurjómi
2 bollar kirsuber frosin eða fersk eða þau ber sem þú villt
½ bolli vatn
Leiðbeiningar
Sjóðið hrísgrjónin í Kokos kókosmjólkinni, bætið 1 tsk af vanillu dufti í kókosmjólkinni. Sjóðið í 40 mínútur ef hýðisgrjón, eða eins og stendur á pakkningunni. Þegar 10 mín eru eftir bætið möndlurjómanum út í sjóðið aðeins lengur eða þar til allur vökvi er horfinn. Takið af hitanum og kælið.
Fyrir kirsuberja sósuna, setjið kirsuberin í litla pönnu með smá af vatni og kókossykrinum, leyfið því að sjóða saman þar til að blandan er orðin eins og sulta.
Blandið möndlu brotunum út í grautinn, hellið heitri kirsuberja sósunni út á og njótið.
Uppskrift fengið af Facebook síðu Heilsa.