Fara í efni

Ristil- og endaþarms­krabbamein

Ristil- og endaþarmskrabbamein er eitt fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigum, til dæmis með hópleit, og auka þannig líkur á lækningu.
Ristil- og endaþarms­krabbamein

Ristil- og endaþarmskrabbamein er eitt fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigum, til dæmis með hópleit, og auka þannig líkur á lækningu.

Þeir sem eru á aldrinum 50-75 ára ættu að ræða við lækni um leit að ristilkrabbameini. Hjá þeim sem eru með sterka ættarsögu gæti þurft að hefja skimun fyrr. Heimilislæknar og meltingarfæralæknar geta gefið nánari upplýsingar.

Helstu einkenni

Sumir með ristilkrabbamein hafa einkenni. Þau geta verið:

  • Blóð í hægðum án augljósra skýringa. Bæði ferskt og sýnilegt með berum augum og svo svartar hægðir, sem geta orsakast af blæðingu ofar í meltingarveginum. Mælt er með að allar blæðingar í hægðum séu teknar alvarlega.
  • Kviðverkir eða krampar sem hætta ekki.
  • Viðvarandi breyting á hægðavenjum, einkum aukin tíðni salernisferða eða niðurgangur sem varir vikum saman. 
  • Blóðleysi af óþekktri orsök.
  • Þyngdartap og þrekleysi.

Þeir sem hafa einhverra þessara einkenna ættu að ræða við lækni. Þessi einkenni geta verið vegna einhvers annars en krabbameins. Engu að síður er rétt að leita álits læknis til að fá skýringu á því hvað getur valdið einkennunum.

Stundum án einkenna

Leit að ristilkrabbameini er einmitt gerð hjá einkennalausu fólki. Ristilsepar og ristilkrabbamein gefa ekki alltaf einkenni, sérstaklega í byrjun. Það þýðir, að einhver getur verið með sjúkdóminn og ekki vitað af því. Þess vegna er svo mikilvægt að vera með skipulega hópleit að ristilkrabbameini. Með því að greina ristilkrabbamein áður en einkenni koma fram er líklegra að meinið finnist á byrjunarstigi og hægt sé að lækna það.

Orsakir

Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing og mikil neysla ávaxta og grænmetis hafa verndandi áhrif fyrir ristilkrabbamein en að ákveðnir þættir og lífshættir auka líkur á að fá sjúkdóminn:

  • Sterk ættarsaga er talin valda um 5% ristilkrabbameina. Líkur á að fá sjúkdóminn geta verið auknar hjá þeim sem eiga náinn ættingja (foreldri, systkini, barn), einn eða fleiri sem greinst hafa með ristilsepa (kirtilæxli) eða ristilkrabbamein. 
  • Erfðasjúkdómur. Fólk sem er með erfðasjúkdóminn Familial adenamatous polyposis (FAP) byrja oft að mynda sepa í ristli á táningsaldri og fjöldi sepa eykst með aldri. Separnir þróast í krabbamein með tímanum ef þeir eru ekki fjarlægðir og algengt er að krabbameinið komi fram um fertugsaldur. Lynch heilkenni (öðru nafni hereditary nonpolyposis colorectal cancer, HNCPP) er annar erfðasjúkdómur sem eykur verulega líkur á ristilkrabbameini ásamt öðrum krabbameinum. Hjá þessum einstaklingum kemur ristilkrabbamein venjulega fram fyrir fimmtugt. 
  • Langvarandi bólgusjúkdómar í ristli og endaþarmi, sérstaklega sáraristilbólga (procto-colitis ulcerosa) auka hættuna.

AF HVERJU RISTILKRABBAMEINSLEIT?

  • Áfengi. Allt áfengi inniheldur asetaldehýð í líkamanum. Asetaldehýð hefur tilhneigingu til að loða við vefi líkamans og er þekkt krabbameinsvaldandi efni. Því meira sem drukkið er af áfengi því meiri er áhættan. Þeim sem drekka áfengi er ráðlagt að halda því í hófi, eða sem nemur innan við eina léttvínsflösku á viku. 
  • Reykingar. Krabbameinsvaldandi efni í sígarettureyk finnast ekki eingöngu í lungum heldur berast þau um allan líkamann og þar á meðal í meltingarveginn. Margar leiðir eru til að hætta að reykja, til dæmis ýmis lyf. Krabbameinsfélagið er með ráðgjöf í reykbindindi.

OKKAR LÍFTRYGGINGAR STYRKIR ÁFRAM UNDIRBÚNING SKIMUNAR FYRIR RISTILKRABBAMEINI

  • Röntgengeislun og jónandi geislun. Fólk sem hefur fengið háa geislaskammta eins og við krabbameinsmeðferð eða unnið í iðnaði eins og úraníumnámum er í aukinni áhættu. Lítil geislun eins og umhverfisgeislun sem hlýst við að búa hátt fyrir ofan sjávarmál eða ein og ein röntgenmynd eykur ekki líkur á að fá sjúkdóminn. 
  • Rautt kjöt og unnar kjötvörur eru nú þekktir áhættuþættir. Ráðlagt er að neyta ekki meira af slíkum kjötvörum en um 500 gramma á viku. 
  • Offita. Hollur matur, reglubundin hreyfing, hugrækt og góður svefn vinnur saman í því að halda okkur í eðlilegri þyngd.
  • Hreyfing og mikil neysla ávaxta og grænmetis virðist hafa verndandi áhrif. Almennt er ráðlagt að hreyfa sig að minnsta kosti í 30 mínútur á dag fimm daga vikunnar. Ráðlagt er að neyta að minnsta kosti fimm skammta af ávöxtum eða grænmeti daglega. 
  • HPV-veira er áhættuþáttur fyrir endaþarmskrabbamein. Veiran er þekktust fyrir að orsaka leghálskrabbamein hjá konum en veiran smitast með kynmökum og getur valdið krabbameini í þeim slímhúðum sem hún kemst í snertingu við.

Hvað er ristil- og endaþarmskrabbamein?

Greining

Ef einkenni vekja grun um ristil- eða endaþarmskrabbamein skal ávallt leita læknis, sem framkvæmir almenna skoðun. Hluti af hefðbundinni læknisskoðun er þreifing með fingri í endaþarm og við slíka skoðun getur fundist æxlisvöxtur eða fyrirferð sem þarf að rannsaka nánar. 

TÖLFRÆÐI UM RISTIL- OG ENDAÞARMSKRABBAMEIN

  • Hægðapróf. Unnt er að rannsaka með hægðaprófum hvort dulið blóð sé í hægðum. Ef blóð finnst við slíka skoðun getur það verið vísbending um krabbamein í ristli eða endaþarmi, þó aðrar skýringar geti legið að baki. 
  • Ristilspeglun. Ef grunur er um krabbamein í ristli eða endaþarmi er speglun mikilvægasta rannsóknin. Sú rannsókn felur í sér að setja sveigjanlegt speglunartæki inn um endaþarminn, þræða það upp eftir endaþarminum og ristlinum og skoða þannig slímhúðina. Með speglunartækinu er hægt að taka vefjasýni úr meinum eða afbrigðilegri slímhúð. Einnig er unnt að fjarlægja ristilsepa, sem geta verið forstig ristilkrabbameins, í gegnum slík speglunartæki.

FRÆÐSLUMYNDBAND: RISTILSPEGLUN - ÞAÐ ER EKKERT MÁL

  • Vefjarannsókn. Með vefjarannsókn er unnt að komast að því hvort um illkynja mein sé að ræða. 
  • Ómskoðun. Með hjálp ómskoðunartækis, sem þræða má upp í ristilinn með speglunartækinu, má kanna hversu djúpt í ristilvegginn æxlið er vaxið. 
  • Tölvusneiðmynd. Nýlega er farið að nota tölvusneiðmyndartæki til að taka myndir af ristlinum (virtual colonoscopy) ef speglun verður ekki við komið. Til frekari stigunar eru gerðar myndgreiningarrannsóknir, oftast sneiðmynd af kviðarholi, til að kanna hvort sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra, t.d. eitla eða lifur. Einnig eru gerðar myndgreiningarrannsóknir af brjóstholi.
  • Blóðrannsóknir. Hægt er að fylgjast með æxlisvísum (CEA) í blóði. CEA mælist þó ekki alltaf hækkað hjá þeim sem raunverulega eru með krabbamein og það mælist oft hækkað í fólki sem reykir.

RÉTTINDI KRABBAMEINSVEIKRA - HVER ER ÞINN RÉTTUR?

Hvað er hópleit að ristilkrabbameini?

Bjargar leit mannslífum?

Meðferð

  • Skurðaðgerð. Mikilvægasta meðferðin til lækningar á krabbameini í ristli eða endaþarmi er skurðaðgerð. Til að minnka líkurnar á endurkomu krabbameinsins fjarlægir skurðlæknirinn ekki eingöngu sjálft æxlið heldur líka hluta af heilbrigðum vef í kringum æxlið ásamt nálægum eitlum. Gæta þarf þess að taka ekki meira en nauðsynlegt er vegna mikilvægra aðlægra líffæra og tauga sem stjórna þvagblöðrutæmingu og stinningu. Síðan er oftast hægt að tengja ristilendana saman á ný en í sumum tilvikum þurfa sjúklingar á stóma að halda, ýmist tímabundið eða ævilangt. 
  • Lyfjameðferð. Við vefjarannsókn sýnis úr aðgerðinni er m.a. hægt að greina tegund, þroska og útbreiðslu æxlis innan sýnisins. Í sumum tilvikum, sérstaklega þegar meinvörp finnast í svæðiseitlum, er einnig gefin fyrirbyggjandi eftirmeðferð með krabbameinslyfjum eftir skurðaðgerðina með það í huga að eyða krabbameinsfrumum sem hugsanlega gætu verið eftir og þannig minnka líkur á að sjúkdómurinn taki sig upp aftur. Í um fjórðungi tilfella greinist krabbameinið þegar það hefur náð að dreifa sér til annarra líffæra. Þá er helsta meðferðin krabbameinslyfjameðferð og er þá tilgangur lyfjameðferðar að lengja og bæta líf. Á síðustu árum hefur í vaxandi mæli verið unnt að fjarlægja meinvörp með skurðaðgerð, oft eftir að meinvörp hafa minnkað við krabbameinslyfjameðferð. 
  • Geislameðferð. Í vissum tilvikum er geislameðferð gefin fyrir aðgerð til þess að minnka líkur á staðbundinni endurkomu æxlisins og einnig í þeim tilgangi að minnka æxlið fyrir skurðaðgerð. Tæplega 70% eru á lífi fimm árum frá greiningu.

Algengi og lífshorfur

Meðalaldur við greiningu ristilkrabbameins er rúm 70 ár og endaþarmskrabbameins 67 ár. Að meðaltali greinast 165 árlega með krabbamein í ristli og endaþarmi og er sjúkdómurinn heldur algengari meðal karla en kvenna. Í árslok 2016 voru tæplega 1.300 á lífi með sjúkdóminn.

Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi góðar. Ef krabbameinið uppgötvast snemma er langoftast unnt að lækna sjúklinga með skurðaðgerð en horfur versna eftir því sem sjúkdómsdreifingin er meiri.

Endurgreiðsla vegna ristilskoðunar