Fara í efni

Salat með appelsínum og fersku rauðkáli

Afar einfalt, hollt og gott salat. Fullkomið í hádegisverð.
Salat með appelsínum og fersku rauðkáli

Afar einfalt, hollt og gott salat. Fullkomið í hádegisverð.

Appelsínur eru stútfullar af andoxunarefnum og C-vítamíni og ferskt rauðkál er fullt af vítamínum.

Uppskrift er fyrir  6-8 manns.

Hráefni:

2 hausar af fersku rauðkáli – skorið á lengdina frá botni

4 meðal stórar appelsínur – án hýðis og skornar í bita

4 grænir laukar – saxaðir (nota bara hvíta og ljósgræna hlutann)

½ bolli af pecan hnetum – ristuðum

½ bolli af sjávar salti – grófu

Ferskur svartur pipar eftir smekk

 

 

 

Fyrir dressingu:

2 msk af ólífu olíu

1 msk af hreinu maple sýrópi

1 tsk af Dijon sinnepi

Leiðbeiningar:

Blandið öllu hráefni fyrir salat saman í stóra skál.

Blandið saman öllu hráefni fyrir dressingu saman og dreifið létt yfir salatið.

Hrærið svo öllu vel saman.

Gott er að láta salatið standa í hálftíma áður en það er borið fram.

Ps: ristaðar pecan hnetur bæta bragið svo um munar. Skellið þeim á ofnplötu, setjið í ofn á 180 gráður í 5-10 mínútur.

Njótið vel!