Fara í efni

Saman gegn matarsóun

Fjöldi fyrirlesara flytja stutt erindi um málefnið, þar ber hæst að nefna Selinu Juul og Tristram Stuart sem eru mikið baráttufólk gegn matarsóun. DJ Sóley sér um tónlist, Þórunn Clausen leikles úr bókunum um Smjattpattana og andlitsmálning verður fyrir börnin. Fjöldi fyrirtækja, samtaka og frumkvöðla kynna sínar lausnir og hugmyndir til að vinna gegn matarsóun.
Matarsóun
Matarsóun

Landvernd, Vakandi og Kvenfélagasamband Íslands bjóða til fjölskylduhátíðar í Hörpu þann 6. september frá 13-18. Yfirskrift hátíðarinnar er ,,Saman gegn matarsóun".

Fjöldi fyrirlesara flytja stutt erindi um málefnið, þar ber hæst að nefna Selinu Juul og Tristram Stuart sem eru mikið baráttufólk gegn matarsóun. DJ Sóley sér um tónlist, Þórunn Clausen leikles úr bókunum um Smjattpattana og andlitsmálning verður fyrir börnin. Fjöldi fyrirtækja, samtaka og frumkvöðla kynna sínar lausnir og hugmyndir til að vinna gegn matarsóun.

Kolabrautin eldar súpu úr ljótu grænmeti frá Sölufélagi Garðyrkjumanna og býður gestum og gangandi að smakka. Fólk er hvatt til að taka mér sér sína eigin bolla fyrir súpuna.

Við bjóðum ykkur velkomin í Hörpu 6. september næstkomandi til að eiga góða stund og fræðast um verðugt málefni. Sjá dagskrá og meiri upplýsingar á matarsoun.is