Samningur um samstarf Sólheima og Matís um rannsóknir, þróun og kennslu í tengslum við sjálfbæra matvælaframleiðslu
Fyrir stuttu var undirritaður samstarfssamningur milli Matís og Sólheima í Grímsnesi.
Fyrir stuttu var undirritaður samstarfssamningur milli Matís og Sólheima í Grímsnesi.
Þessi samningur felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi, auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið.
Félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjálfbærni er sameiginlegur flötur og mun verða grunnurinn að samstarfi Sólheima, ses. og Matís.