Fara í efni

Samtal um offitu - þriðjudaginn 22.nóvember n.k

Félag fagfólks um offitu- Aðalfundur 2016.
Samtal um offitu - þriðjudaginn 22.nóvember n.k

Félag fagfólks um offitu- Aðalfundur 2016. Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 kl. 16:30 – 17:15

Fundarstaður: Café Meskí, Fákafeni 9, 108 Reykjavík

 

Dagskrá aðalfundar:

  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningsuppgjör gjaldkera
  • Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
  • Önnur mál
  • Umræða um verkefni framundan svo sem  klíniskar leiðbeiningar.

Samtal um offitu kl 17:30-19. Skiptar skoðanir eru um hvernig tala skuli um offitu bæði innan heilbrigðisþjónustunar og í samfélaginu. Umræða um fitufordóma hefur verið áberandi undanfarið auk hinnar sígildu umræðu um hvort og þá hvenær offita er sjúkdómur.

Við fáum að heyra í frummælendum með mismunandi sjónarhorn og vonumst er eftir líflegum umræðum fundarmanna. Tryggvi Helgason barnalæknir mun horfa á málið út frá sjónarhóli heilbrigðisstarfsmanna, Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur mun horfa á málið með gleraugum Líkamsvirðingar og Sólveig Sigurðardóttir mun kynna viðhorf sjúklinga og segja frá starfi sjúklingahóps Evrópusamtaka fagfólks um offitu.

Kaffi og meðlæti

Stjórn FFO 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu vinsamlega sendið póst á ffo@ffo.is