Sérfræðingar í greiningum, skóm, hlaupabúnaði og þrýstivörum
Hjá Eins og Fætur Toga starfa sérfræðingar í göngu- og hlaupagreiningum sem aðstoða fólk við að velja skó eftir fótlagi, niðurstigi og því undirlagi sem hlaupið er á.
Í versluninni að Bæjarlind 4 má nú finna mikið úrval af hlaupaskóm og fylgihlutum fyrir hlaupara.
Hjá okkur starfar reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin 10 ár tekið nálægt 50.000 Íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu,“ segir Lýður B. Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri og sérfræðingur í göngugreiningum. Fyrirtækið vinnur náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstéttinni. „Við erum einnig dugleg að vera á ferðinni um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum. Á Akureyri hefur Eins og Fætur Toga aðsetur í Eflingu sjúkraþjálfun og fer þangað með greiningar á um það bil sex vikna fresti. Auk þessum erum við í samstarfi við hlaupahópa, íþróttafélög, félagasamtök og fyrirtæki þar sem við bjóðum upp á námskeið, fyrirlestra og kynningar. Við erum því sífellt að fara meira inn á fræðsluþáttinn,“ segir Lýður.
Stærra húsnæði og aukin þjónusta
Eins og Fætur Toga hóf starfsemi sína í tengslum við íþróttahreyfinguna og fagaðila í heilbrigðisstétt og hafði þá aðsetur hjá ÍSÍ í Laugardalnum. „Þar buðum við upp á göngu- og hlaupagreiningu og starfræktum einnig litla verslun með hlaupavörur og flest fyrir fætur. Við vorum hins vegar fljót að sprengja utan af okkur húsnæðið og í nóvember árið 2013 fluttum við í 300 m2 húsnæði í Bæjarlindinni í Kópavogi. Í kjölfar flutninganna jukum við þjónustu við okkar viðskiptavini. „Tókum inn í verslunina búnað frá finnska hátæknifyrirtækinu Footbalance sem hjálpar við val á skóm og sérsniðnum innlegjum.
Fagfólk fram í fingurgóma
Í versluninni sér fagfólk um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um hlaupafatnað, íþróttatoppa og vörur fyrir fætur. Eins og Fætur Toga sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð. „Starfsfólkið í versluninni er fagfólk fram í fingurgóma. Í tengslum við verslunina bjóðum við upp á göngu- og hlaupagreiningar, smíðum innlegg, seljum fótavörur og stoðvörur svo sem hitahlífar og spelkur. Við erum einnig með tengingu við fjölda sjúkraþjálfara og lækna, ef við sjáum eitthvað óeðlilegt í greiningunni getum við leiðbeint viðskiptavinum okkar áfram,“ segir Lýður. Í göngu- og hlaupagreiningunni eru skoðar allar skekkjur í hælum og ökklum og hvernig álagið leiðir upp í hné, mjaðmir og bak. „Með hátækni þrýstiplötu getum við svo séð hvort álagið er of mikið út á jarkann eða á innanverðum fætinum, hvort álagið er óeðlilegt á hælana, tábergið eða á tærnar“
Starfsfólk Eins og Fætur Toga er einnig sérfrótt um flest sem viðkemur hlaupum. „Við höfum verið að einbeita okkur að hlaupum og þríþraut og erum sífellt að taka inn fleiri vörur tengdar þessum íþróttagreinum.
Skóbúnaður: Eins og Fætur Toga er orðinn stærsti söluaðili á hlaupaskóm hér á land, hluti af okkar skóþjónustu er að taka inn skó í breiddum og öllum stærðum? Einstaklingar eru með misbreiða og misháa rist og mislanga fætur. Við bjóðum upp á hlaupaskó frá Brooks í þremur breiddum. Frá normal yfir í mjög breiða. Brooks skórnir koma líka í stórum stærðum, allt upp í 45 í kvennastærðum og 50 í karlastærðum. Með þessu viljum við tryggja að allir geti fundið skó við sitt hæfi. Hann segir að það sem skipti mestu máli hjá hlaupurum sé að velja skó sem henta fótlagi og niðurstigi viðkomandi. „Laufléttir skór eins og virðast vera svo mikið í tísku henta alls ekki öllum. Eftir því sem skórnir eru léttari, því minni er höggdempunin og stöðugleikinn og veikbyggðari efni eru notuð í yfirbyggingu og sóla. Samkvæmt erlendum rannsóknum getur rangur skóbúnaður aukið líkur á hlaupameiðslum um allt að 30%, skórnir skipta því miklu máli.“ En það eru ekki eingöngu skórnir sem skipta máli. „Ef hlaupaskórnir eiga að virka rétt þarf líka að velja rétta hlaupasokka.
Hlaupasokkar: Það sem skiptir mestu máli þegar velja á hlaupasokka er að þeir séu sérsniðnir fyrir hægri og vinstri fót, krumpist ekki og séu sem næst saumalausir, þurfa að vera úr efni sem andar en dregur ekki í sig raka.
Þrýstivörur: (Compression) Hjá Eins og Fætur Toga er einnig að finna úrval af vönduðum þrýstivörum. „Þrýstivörurnar hafa tvenns konar virkni. Í fyrsta lagi hjálpa þær blóðflæðinu í gegnum vöðvana og auka þannig súrefnisupptöku og losa fljótar mjólkursýru og önnur úrgangsefni úr vöðvanum. Í öðru lagi minnkar víbringur í vöðvanum og þannig minnkar tog á vöðvafestur, vöðvinn verður skilvirkari og hætta á meiðslum minnkar.“
Netverslun
Við erum alltaf að bæta við okkur vörum og stefnum að því að í Mars/apríl getum við boðið upp á flest allt sem tengist hlaupum, svo sem skó, sokka, fæðubótarefni, fatnað, gleraugu, krem, vörur sem minnka nudd, brúsa og belti, töskur og aðra auka- eða fylgihluti. Með þessu ætlum við að gera Eins og Fætur Toga að leikfangaverslun hlauparans. Í mars opnum við fullkomna sölusíðu með öllum vörum fyrirtækisins, fullt af upplýsingum um allt sem tengist hlaupum, hvort sem hlaupið er á götunni, úti í náttúrunni eða inni á bretti.
Um Brooks
Glycerin 13
- Best Update hjá Runners world
- Rounded heel færir lendinguna inn á miðjan hælinn
- BioMogo DNA miðsólinn allur jafn mjúkur og aðlagast mismunandi þyngd og undirlagi, blanda af Gel og EVA. Getur tekið lendingu á hælinn, miðjan fótinn og framfótinn
- 10mm drop færir þungan fram og minnkar álag á hásinar
- 3D Fit print engir saumar, léttari skór sem mátast eins og sokkar
Ghost 8
- Editors choice hjá Runners Worlds, veitt skóm sem skara fram úr eða koma fram með nýjungar sem virka.
- Rounded heel færir lendinguna inn á miðjan hælinn
- BioMogo DNA miðsólinn allur jafn mjúkur og aðlagast mismunandi þyngd og undirlagi, blanda af Gel og EVA. Getur tekið lendingu á hælinn, miðjan fótinn og framfótinn
- 10mm drop færir þungan fram og minnkar álag á hásinar
- 3D Fit print engir saumar, léttari skór sem mátast eins og sokkar
Eru Brooks hlaupaskór eitthvað fyrir mig?
Brooks hefur 4 ár í röð verið kosið hlaupamerki ársins hjá IRRA sem eru lang stærstu óháðu samtök í hlaupaiðnaðinum í USA.
Brooks hlaupaskórnir hafa farið úr því að vera 5% hlaupaskómerki á Íslandi í það að vera með yfir 20% á þremur árum. Ekkert annað merki hefur þvílíkan meðbyr eða stækkað eins hratt.
Brooks skór í víddum og í stórum stærðum,
Brooks skór eru framleiddir fyrir mismunandi fótlag, niðurstig og það undirlag sem hlaupið er á.
Brooks skórnir eru á samkeppnishæfu verði á Íslandi miðað við Evrópu og á betra verði en samkeppnisaðilarnir á Íslandi.
Afreksfólk sem hleypur í Brooks:
Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi, Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í langstökki. Hafdís notar Brooks skó og Brooks fatnað.
Fjóla Signý Hannesdóttir landsliðskona í frjálsum íþróttum æfir og keppir í Brooks skóm og fatnaði. Elskar Brooks íþróttatoppana.
Fríða Rún Þórðadóttir Lansdliðskona til margra ára, margfaldur meistari á löngum ferli, æfir og keppir í Brooks skóm.
Hólmfríður Magnúsdóttir Æfir og keppir í 2XU fatnaði og 2XU hlífum, notar einnig 2XU sem Recovery þegar hún er með landsliðinu eða á erfiðum æfingaferðum. Hólmfríður notar Brokks hlaupaskó í hlaupin og til daglegra nota. Æfir og keppir í brooks toppum. Notar Vyper foam rúlluna.
Guðbjörg Gunnarsdóttir Æfir og keppir í 2XU fatnaði og 2XU hlífum, notar einnig 2XU sem Recovery þegar hún er með landsliðinu eða á erfiðum æfingaferðum. Hleypur í Brooks.
Guðjón Pétur Lýðsson Æfir og keppir í 2XU fatnaði og 2XU hlífum, notar einnig 2XU sem Recovery. Notar Hypersphere. Hleypur allt í Brooks hlaupaskóm og notar Pure Flow og Pure Cadence til daglegs brúks.
Jón Margeir Sverrisson Æfir og keppir í Brooks fatnaði og Brooks skóm. Jón á Ólympíugull í sundi fatlaðra og er íþróttamaður í fremstu röð. Jón ætlar að ná í fremstu röð í þríþraut fatlaðra.
Pétur Ivarsson Æfir og keppir í Brooks fatnaði og Brooks skóm. Pétur er með betri maraþon hlaupurum landsins auk þess að vera mikill karakter. Pétur er oft kenndur við Boss en hann hljóp í Reykjavíkurmaraþoni klæddur Boss jakkafötum.
Hlynur Andrésson Æfir og keppir í Brooks fatnaði og Brooks skóm. Hlynur er einn besti hlaupari landsins og sigraði ½ maraþon í Reykjavíkurmaraþoni 2016.
Guðmundur Smári Daníelsson Æfir og keppir í Brooks fatnaði og Brooks skóm. Guðmundur er einn besti og efnilegasti kastari landsins og Íslandsmeistari í tugþraut ungmenna.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Æfir og keppir í Brooks skóm. Guðbjörg er 15 ára og á Íslandsmet í 200 m hlaupi 19 ára og yngri og hefur náð lágmörkum á stórmót erlendis.