Sérhæft bætiefni fyrir móður og barn
Efalex mother & baby er Omega blanda til að taka fyrir, eftir og á meðgöngu. Þetta bætiefni gefur tilvonandi mæðrum nauðsynlegar Omega 3 fitusýrur, en þær eru ekki alltaf í nægjanlegu magni í fæðunni á meðgöngu, en eru mjög mikilvægar fyrir þroska augna, heila og taugakerfis barna, og einnig til að hjálpa konum að komast fyrr í gott andlegt form eftir fæðingu.
Efalex Mother & Baby er blanda af omega 3 fitusýrum, fólínsýru, joði og D3 vítamíni sem hentar flestum konum fyrir, á meðan og eftir meðgöngu. Á þriðja helmingi meðgöngunnar eykur heili barnanna 4-5 sinnum þyngd sína og þá er mikil þörf fyrir DHA til að þroska augu og heilann. DHA fitusýrur á meðgöngu stuðla að eðlilegum þroska hins ófædda barns og stuðla að heilbrigði barns við brjóstagjöf.
Efalex Mother & Baby er fáanlegt í 750 mg perlum, glærum mjúkum gelatín perlum.
Efalex Mother & Baby var notað í einni stærstu fæðubótarefna rannsókn á barnshafandi konum sem var gerð í Ástralíu 2010, Australian DOMInO Study. Þessi vara er laus við sykur, glútein,hveiti, ger, mjólkurafurðir, gerfi litar-og bragðefni og rotvarnarefni.
Ráðlögð inntaka er 1 perla daglega með mat eða drykk. Til að fá fulla virkni á Efalex Mother and baby, ætti að taka það að lágmarki í 3 mánuði, tilvalið fyrir getnað, á meðgöngu og við brjóstagjöf.
Efalex Mother & Baby inniheldur:
Omega 3 fiskiolía (antioxidant: tocopherol rich extract), capsule shell (gelatin, glycerol, colours: iron oxides), silica, beeswax, sunflower seed oil, vitamin E (as dl-alpha tocopherol acetate), folic acid, vitamin D prep (as cholecalciferol with palm oil constituents, antioxidant: tocopherol rich extract), potassium iodide.
Þessi vara er án sykurs, hveiti og glúteins. Inniheldur ekki ger, mjólkurafurðir, gerfi bragð- eða rotvarnarefni.
Efalex Mother and Baby blandan er einstök.
Ein perla á dag með mat eða drykk:
- Byggja upp Omega 3 birgðar móðurinnar fyrir getnað.
- DHA inntaka á meðgöngu stuðlar að eðlilegum heila og augnþroska fósturs og ungbarna sem eru á brjósti.
- DHA inntaka styður við eðlilegan augnþroska ungbarna til 12 mánaða aldurs.
- Gefur fólínsýru sem er nauðsynleg á meðgöngu og hjálpar gegn þreytu og orkuleysi.
- Gefur joð sem styður við heilbrigða virkni á minnið og einbeitingu.
Omega-3 næring fyrir, á meðan og eftir meðgöngu
Einstök blanda til að viðhalda nauðsynlegum fitusýrum sem konur þurfa á meðgöngu. Efalex Mother & baby inniheldur góðar fitur sem þekkjast sem langar einómettaðar fitukeðjur, þekktar sem Omega 3 fitusýrur. Þær eru nauðsynlegar til að halda góðri heilsu, en líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur svo inntaka verður að vera í gegnum fæðu með feitum fiski, en hann er besti Omega 3 gjafinn. Þar sem stór hluti fólks nær ekki ráðlögðum dagskammti í gegnum fæðuna eingöngu, þá er nauðsynlegt að taka omega 3 inn sem bætiefni til að koma í veg fyrir skort. Vegna þess hversu mikilvægar fitusýrur eru á meðgöngu þá er það enn nauðsynlegar fyrir barnshafandi konur að bæta Omega 3 ríkri fæðu á matseðilinn sinn eða taka það inn sem bætiefni. Efalex Mother & baby er þar mjög góð blanda því að hún inniheldur einnig fólínsýru og joð en hvort tveggja er mjög gott við þroska barna.
Á þriðja og seinasta hluta meðgöngunnar eykur heili barnsins 4-5 sinum stærð sína og þar er mikill þroski í gangi með DHA og AA fitusýrum bæði í heila og augum barnsins. DHA og AA í Efalex mother & baby blöndunni styður við eðlilegan þroska heila og augna á þessum tíma.
Að taka Efalex mother og baby er örugg leið til þess að vera viss um að líkaminn fái nægjanlegt magn af þessum mikilvægu fitusýrum.
Varnaðarorð:
Efalex Mother and Baby er talið alveg öruggt að taka með lyfjum alltaf skal láta lækninn eða ljósmóður vita áður en byrjað er að taka fæðubótarefni. Þetta bætiefni ætti ekki að vera gefið börnum undir tveggja ára aldri. Fæðubótarefni koma aldrei í stað heilsusamlegrar fæðu.
Rannsókn, þetta er þýðing á rannsókn en þýðingin er ekki yfirfarin af fræðimönnum.
Stærsta rannsókn á virkni Omega 3 bætiefnum á meðgöngu, sýnir dramatískar minnkun á fyrirburafæðingum og bætingu í heilbrigði ungbarna.
Handahófskennd multi centered, tvíblind rannsókn á virkni omega 3 fæðubótarefna og lyfleysu á um það bil 2400 barnshafandi konum, sem fengu annarsvegar Efalex mother and baby blönduna eða olíublandaða lyfleysu hafa sýnt fram á:
- 50% minni hættu á fyrirburafæðingum
- 60% minni hættu á seinfærni í vitsmunaþroska og málþroska ungbarna
- 35% minni hætta á of léttum börnum
- 35% minni hætta á fæðingar þunglyndi
DOMInO trial, var kostuð af Áströlskum yfirvöldum og fór fram á 5 áströlskum fæðingardeildum árið 2010, barnshafandi konum voru gefnar Efalex mother and baby blanda eða olíublönduð lyfleysu hylki frá 19 viku þar til að fæðingu kom ( meðaltal var um 21 vika sem þær fengu bætiefnin).
Niðurstöðurnar sýndu verulega marktækan mun á þroska ungbarnanna þar sem mæðurnar fengu Efalex blönduna eða 6.9% hraðari þroski á móti 2.7%. börnum mæðra sem fengu lyfleysu blönduna. Fyrirburafæðingar voru 50% færri hjá mæðrum sem fengu omega 3 bætiefni. En börn sem fæðast fyrir tímann eru í meiri hættu á varanlegum skaða eins og t.d. lungnaveiki, heilaskemmdum, blindni eða heyrnaleysi, þar sem 1 af hverju 10 ungbörnum geta hlotið varanlegan skaða.
Niðurstöðurnar sýndu einnig allt að 35% minni hættu á fæðingarþunglyndi hjá hópnum sem fékk Efalex mother and baby fyrstu 6 mánuði eftir fæðingu. 9.74% kvennanna í þessum hóp fengu einkenni fæðinarþunglyndis á meðan 15-16% kvenna finna fyrir fæðingarþunglyndi almennt. Það að vera partur af þessari rannsókn og fá þá athygli sem þær þurftu var um 23% minna um fæðingarþunglyndi hjá lyfleysu hópnum (11,9%).
Þar sem talið er að 1 af hverjum 10 konum í Bretlandi þjáist af fæðingarþunglyndi þá sýna niðurstöðurnar að ef konur fá aukalega omega 3 bætiefni þá gæti næstum 28.000 mömmur í Bretlandi komist hjá fæðingarþunglyndi árlega.
Aðrar mikilvægar niðurstöður úr þessari könnun sýndu: 61% minni hætta á öðrum óhagstæðum atvikum ungbarna, 43% minnkun á innlögnum ungbarna á bráðamóttökur og 66% minni hætta á ungbarnadauða.
Dr Alex Richardson, Senior Research Fellow at the Centre for Evidence Based Intervention, University of Oxford, and co-founder of the UK charity Food and Behaviour Research, segir;
"þessi rannsók sýnir ýtarlega mikilvægi omega 3 fitusýra fyrir eðlilegan þroska og heilbrigði ófæddra barna ásamt mikilvægi þess fyrir heilbrigði móðurinnar. Allar verðandi mæður verða tryggja það að fá nægjanlegt magn af löngum Omega 3 fitusýru, og að bætiefni eru örugg og áhrifarík til að tryggja nægjanlegt magn.“
Til að nálgast rannsóknina farið á www.JAMA.com Effect of DHA Supplementation During Pregnancy on Maternal Depression and Neurodevelopment of Young Children – A Randomised Controlled Trial – JAMA October 20th 2010, Volume 304, No.15 pages 1675 - 1683
Heimildir: heilsa.is