Sextugir líffæragjafar
Fjögur prósent þeirra sem hafa skráð afstöðu sína til líffæragjafar á vef Landlæknisembættisins eru 60 ára og eldri, 12 prósent eru 50 til 60 ára.
Landlæknisembættið hvetur fólk til að taka afstöðu til líffæragjafar. Á vef embættisins getur hver og einn skráð af afstöðu sína til þess hvort hann vill gefa líffæri sín. Jórlaug Heimisdóttir verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir að 21.596 hafi nú skráð sig í grunninn. Nær allir til að gefa líffæri, innan við eitt prósent sem hafa skráð sig hafna því að vera líffæragjafar. 67 prósent þeirra sem hafa skráð sig eru konur og karlarnir eru því 33 prósent.
Átta af hverjum tíu eru á aldrinum 20 til 50 ára. Jórlaug segir að það sé mjög mikilvægt að fólk skrái sig í grunninn. Það minnki verulega álag á aðstandendur, komi þeirra nánasti til greina sem líffæragjafi. „Þá er mjög gott fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og ættingja að vita hvað viðkomandi myndi sjálfur vilja gera gæti hann tjáð sig,“ segir hún.
Læknisfræðilegt mat ræður -ekki aldur
Jórlaug segir að margt fólk sem komið sé um sextugt hafi samband við embættið til að athuga hvort það megi skrá sig í grunninn. Margir haldi að þeir megi ekki vera á skrá sem líffæragjafar eftir ákveðinn aldur. „Það mega allir skrá sig sama á hvaða aldri fólk er. 65 ára einstaklingur getur haft sterkt og gott hjarta sem . . . LESA MEIRA