Sigmar Vilhjálmsson í Viðtali
Fullt nafn: Sigmar Vilhjálmsson
Aldur: 36 ára (1977)
Starf: Framkvæmdarstjóri
Maki: Bryndís Björg Einarsdóttir
Börn: Einar Karl 11 ára, Vilhjálmur Karl 7 ára, Ingi Karl 3 ára.
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“ : ómannleg þríþraut.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Hvítlauk, Smjör og Egg
Hvaða töfralausn trúir þú á? Að kúka meira en ég borða. J Nei, allt er best í hófi.
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án : GSM símans. J
Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Lambahryggur, Humar og Nautalund. Ekki hægt að gera uppá milli.
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ?: Bæði.
Hvað æfir þú oft í viku: 4-6 sinnum.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?: Grilla eitt af ofangreindu. Opna góða Amarone og gúffa í mig marengs-desert frá konunni. Jen ekki hvað!..olur. fyrir. er klna lynt er ð gera upp
Hvað er erfið æfing í þínum huga ?: Stök æfing? Það eru æfingar þar sem reynt er á fleiri en einn vöðaflokk í sömu æfingu.
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?: Ég skal. Ég get. Ég vil. (þetta er þema barnanna minna líka. )
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ?: Ég verð bara aldrei andvaka. En ég hugsa margt áður en ég sofna. Ég fer yfir fyrstu 4 tíma morgundagsins, þegar allt er klárt í huganum, þá get ég vaknað af krafti og veit nákvæmlega hvað liggur fyrir.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ?: Svartar og víðar búddha-buxur og bolur.
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ?: Hamborgara …en ekki hvað!