Sjáðu barnið í augum þínum - Guðni og hugleiðing dagsins
Geturðu treyst því að einn daginn munirðu horfa á þína eigin tilvist og meðtaka hana sem guðdómlega birtingarmynd?
Geturðu treyst því? En viltu það?
Það er hurð í þér, rétt eins og mér. Hún er þarna. Þú veist það – þú þarft aðeins að treysta því, eitt örstutt andartak, að þú getir opnað hana. Að minnsta kosti sett höndina á hurðarhúninn. Að minnsta kosti mjakað þér í áttina að hurðinni.
Þegar þú getur treyst því leggurðu af stað.
En það þarf vilja til.
Þinn vilja.
Leyfðu þér að lýsa. Leyfðu þér að lýsa í eitt fullkomið augnablik, slepptu afstöðunni, dómunum og viðhorfunum í pínulitla stund og líttu í spegilinn; sjáðu fullkomna ungbarnið á bakvið dásamlegar hrukkurnar og gráu hárin. Sjáðu barnið í augum þínum – því þar er best að finna fegurðina.
Í augunum er best að finna til – að finna til sín – og þá birtist stundin þar sem þú veist ... þar sem þú veist að allt sem er og allt sem þú átt hefur þú laðað að þér. Og það er allt gott. Og að öllu sem þú átt ekki hefur þú hrint frá þér. Og það er líka gott.
Í því felst full ábyrgð á eigin tilvist.