Sjáðu hvað þær konur sem alltaf eru smart eiga sameiginlegt
Sumar konur eru alltaf svo smart og vel til hafðar og það er einfaldlega eins og þær hafi ekkert fyrir þessu.
En hvert er eiginlega leyndarmál þeirra?
Eiga allar eitt sameiginlegt
Þessar konur eiga allar eitt sameiginlegt en það er að þær halda sig við sinn eigin stíl og eru honum trúar. Og í þessu skiptir aldur þeirra og staða engu máli.
Þetta er ósköp einfalt þær konur sem halda sig við sinn stíl og hlaupa ekki eftir öllum tískubólum ná að skilgreina sig frá öðrum. Þessar konur vita hvað klæðir þær og hvað ekki – hvaða litir henta þeim og síðast en ekki síst hvað hentar við hvert tilefni.
Ef þetta vefst eitthvað fyrir þér eru hér fimm ráð sem vert er að skoða
1. Veldu klæðnað sem hentar þinni líkamsgerð
Ekki reyna að troða þér í eitthvað sem er í tísku og allir eiga. Ef það klæðir þig ekki þá klæðir það þig ekki – punktur! Og alls ekki pirra þig á því.
Þér líður svo miklu betur í fötum sem klæða þig og þinn líkama og það ýtir undir sjálfstraustið. Sem leiðir ósjálfrátt til þess að þú lítur betur út.
2. Ekki vera þræll tískunnar
Það getur verið voðalega freistandi að fylgja alltaf öllum tískutrendum en hins vegar er það ekki alltaf skynsamlegt. Að fylgja einhverju í blindni er ekki vænlegt til árangurs.
Haltu þig við þinn stíl og það sem þú veist að gengur fyrir þig. Blandaðu svo einu og öðru, sem er í tísku, saman við þinn stíl og þinn fataskáp.
3. Skipuleggðu fataskápinn þinn
Taktu til í skápnum þínum og farðu yfir hvaða flíkur þú notar mikið og hverjar þú notar aldrei. Ef það er eitthvað í skápnum sem þú veist að þú ert ekki að fara nota næstu mánuðina losaðu þig þá við það. Líka eitthvað sem þú ert að geyma þar til þú t.d. grennist.
Þegar fataskápurinn er vel skipulagður er auðveldara að sjá fötin og finna þau – sem gerir það um leið auðveldara og fljótlegra að klæða sig. Þá veistu líka hvað þú átt að leggja áherslu á og hverju þú vilt bæta við í skápinn.
4. Veldu flíkur sem hæfa hverju tilefni . . . LESA MEIRA