Sjálfstraust byggir á sjálfsmati
Sjálfsmat er innri upplifun um eigið ágæti og gildi. Heilbrigt sjálfmat kemur innanfrá og hefur áhrif á samskipti og sambönd. Fólk sem hefur gott sjálfstraust veit að það er dýrmætt og gagnlegt, sama hvað kemur upp á. Virði þeirra haggast ekki við mistök, reiði í þeirra garð, svik eða höfnun frá einhverjum nákomnum.
Sjálfsmat þeirra sem hafa skert sjálfstraust getur sveiflast í tvær áttir. Á einum stað getur það verið lágt þar sem þeir upplifa sig minna virði en aðra, á öðrum stað hrokafullt og yfirlætislegt og þá upplifa þeir sig æðri og meira virði en aðra.
Fólk með lítið sjálfsálit eltist oft við það sem við getum kallað álit annarra. Að eltast við álit annarra byggir á yfirborðslegum hlutum. Ef sjálfsmat er byggt á skoðunum og hegðun annarra, liggur sjálfsvirðið utan við sjálfið sem gerir viðkomandi vanmáttugan til þess að hafa áhrif á það. Matið sveiflast því auðveldlega, það verður brothætt og óáreiðanlegt.
Gott sjálfstraust byggir því á góðu sjálfsmati.